Eimreiðin - 01.01.1968, Blaðsíða 60
Listamannalaun og söluskattur
af bókum
Úthlutun listamannalauna hefur löngum verið árvisst umræðu-
efni í nokkrar vikur á vetri hverjum, bæði í blöðum og manna á
meðal. Svo varð enn í vetur. Enn einu sinni hefur úthlutun farið
fram og enn sem fyrr hefur sá gerningur vakið deilur, og mörgum
hefur úthlutunin valdið sársauka og vonbrigðum.
Sjálfsagt verður slík úthlutim heldur aldrei svo framkvæmd að
öllum líki, og ávalit hlýtur sittlivað við framkvæmd hennar að orka
tvímælis.
Þetta var í annað skipti, sem úthlutað var samkvæmt lögum um
listamannalaun, sem samþykkt voru á Alþingi í fyrravetur. Þegar
frumvarpið að þeirri lagasmíð var á ferðinni var það borið undir
Bandalag íslenzkra iistamanna og aðildarfélög þess, og um það
náðist í orði kveðnu samkomulag, þannig að ekkert aðildarfélag-
anna beitti sér gegn lagasetningunni. í rithöfundasamtökunum var
stuðningur við málið þó bundið þeim fyrirvara, að jafnframt þess-
ari lagasetningu um listamannalaun yrði komið á sérstöku starfs-
styrkjakerfi til handa listamönnum, og var fyrirheit gefið um það,
að svo skyldi gert, enda kemur það fram í athugasemdum við frum-
varpið, að ríkisstjórnin hafi „ákveðið að skipa nefnd til að atlniga
möguleika á að breyta núverandi listamannalaunum að nokkru
leyti í starfsstyrki og verja auk þess til þeirra því fé, sem Alþingi
kynni að veita til viðbótar í því skyni“.
Ni'i er liðið rneira en ár síðan lög þessi öðluðust gildi og tvívegis
hefur úthlutun listamannalauna farið fram samkvæmt þessari laga-
setningu. En ennþá hafa starfsstyrkirnir ekki séð dagsins ljós. Að
vísu mun hafa verið skipuð svokölluð starfsstyrkjanefnd, en lítið
hefur frétzt af störfum hennar, en hlutverk hennar var rneðal annars
að gera frumdrög að reglum um úthlutun starfsstyrkjanna. Það er
ekki lieldur við því að búast, að nefndin hafi haft mikil umsvif
eða samið reglur um starfsstyrki, sem ekki eru fyrir hendi, því að
enn hefur ekki eyrir verið veittur til slíkra starfsstyrkja.
Þó að samtök listamanna fögnuðu því í sjálfu sér, að sett skyldu