Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1968, Page 62

Eimreiðin - 01.01.1968, Page 62
52 EIMREIÐIN Þegar á þetta er litið má líka ljóst vera að starf úthlutunarnefnd- arinnar er ekki öfundsvert, og raunar er útilokað að framkvæma það án stórhneyksla og mistaka á hverju ári. Um það standa líka deil- urnar eftir hverja úthlutun, hvernig nefndinni hefur farnazt, þá er hún hefur farið að skipta liinni naumu fjárveitingu þingsins milli einstakra listamanna, og að sjálfsögðu verður það ávallt umdeilan- legt, hverja hún velur og telur launaverða hverju sinni og hverjum hún hafnar. Það sýnist til dærnis mörgum allharkalega að farið, þegar nefndin, bæði nú og í fyrra, strikar út af úthlutunarlistanum ýmsa listamenn, sem notið hafa launa árum saman og stundað hafa listsköpun í tugi ára. En hversu sárir sem einstaka listamenn, sem þannig útreið fá, kunna að vera úthlutunarnefndinni, tjóar þó lítið að nöldra út í hana, rneðan hún hefur jafn takmörkuð fjárráð frá hendi Alþingis og hún hefur haft til þessa. Trúlega auðnast engri úthlutunarnefnd að gera svo öllum líki, og jafnvel löggjöf um úthlutunarreglur ræður ekki lreldur fullkom- lega bót á málefnum iistamanna, meðan allt leikur á lausu um fjár- framlög til listlauna, eins og nú, — meðan það er undir Alþingi kornið hverju sinni — og jafnvel afkomu ríkissjóðs —, hverjar fjár- veitingar eru frá ári til árs. Þess vegna er það ekki óeðlilegt, að menn séu farnir að velta því fyrir sér, hvort ekki sé auðið að finna einhvern ákveðinn tekjustofn, helzt nokkuð öruggan og árvissan, sem verja megi til þess að launa skáld, rithöfunda og aðra listamenn. I þessa átt miðar frumvarp það um laun listamanna, skálda og rithöfunda, sem Þórarinn Þórarinsson flutti á Alþingi í vetur, en varð ekki útrætt, enda lagði liann það fram, þegar mjög var liðið á þingtímann. Þar leggur hann til, að laun skálda og rithöfunda verði aðgreind frá öðrum listamannalaunum, þannig að söluskattur sá, sem greiddur hefur verið til ríkissjóðs af sölu bóka og tímarita, innlendra og erlendra, gangi framvegis til þess að launa skáld og rithöfunda, en til annarra listamanna verði úthlutað þeirri fjárhæð, sem veitt er á fjárlögum, enda verði hún aldrei lægri en lieildar- fjárhæð sú, sem veitt var á þessu ári. Vera má að menn verði ekki sammála um þessa hugmynd Þór- arins, en með henni er þó hent á leið til þess að finna ákveðinn tekjustofn, sem verja mætti til eflingar bókmenntum í landinu, með því að launa skáld og rithöfunda af þessu fé, sem ríkissjóður hefur að undanförnu tekið af bóksölunni til sinna þarfa. Á það má benda,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.