Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1968, Page 67

Eimreiðin - 01.01.1968, Page 67
Ólaíiir Þorvaldsson: ÞAÐ ER EINHVER AÐ KOMA Þegar þessi íau, óbrotnu orð voru sögð inni í bænum eða köll- uð inn í hann, fóru þeir, sem inni voru og gátu dregið sig að glugga, á kreik til þess að reyna að sjá úr bvaða átt gestakomu bæri eða reyna að þekkja komumann, ef svo nálægt væri kominn bænum. Væri maðurinn með hund sér til íylgd- ar, sagði hundurinn oft fyrri til, hver þar færi, heldur en maðurinn sjálfur. Þetta gilti þó einkum um menn af nálægum bæjum. Gestakoma, einkum væru menn lengra að komnir, var ávallt nokk- ur tilbreyting fyrir fólk afskekktra hýla. Allir sögðu einhver tíðindi. einkum ef frá sjó komu eða fjar- laegum sveitum. í þá tíð höfðu allir einhverjar fréttir að segja. Þá voru engin eða sjaldan blöð, ekki útvarp, sjónvarp eða önnur fréttatæki, sem voru komin á undan með fréttirn- ur. A þeim tíma, sem hér verður sagt frá, voru gestir, jafnvel hinir svonefndu umferðamenn eða flakk- <*rar, aufúsugestir á flest heimili. Nú er þetta fólk, ef nokkurt er, til Uifar og trafala fyrir það fáa fólk, sem á bæjum er almennt, svo sem uú er komið. Þetta finna margir gestir eins og lieimafólkið og það þótt allt sé gert fyrir gesti og gang- andi, sem bezt verður í té látið. Flestir íslendingar, sem það mörg ár eiga að baki, urðu að stökkva, klifra eða skríða yíir þá ósýnilegu línu, sem skilur á milli tímabils þess, sem við nelnum ald- ir, en hver öld felur í sjálfri sér eitt hundrað ár. Þó aðeins smátt hundrað, en stórt hundrað inni- hélt töluna eitt hundrað og tutt- ugu. Líklega hefur stórt hundrað ár aldrei verið lagt í eina öld. Þótt fjöldi manns hali á öllum tímum farið yfir þessa ósýnilegu línu eða taug, sem enginn sér, en allflestir vita þó af, þá l'ara þó fæstir það nema einu sinni. Eng- inn getur heldur snúið til baka og horfið aftur til hennar, sem þeir fóru af, \egna þess að í þeirri merk- ingu er lnin sokkin í djúp aldanna, kemur aldrei til baka. Og þó var sem ekkert breyttist, þótt komið væri í nýja öld, engin hvilft sjáanleg þar, sem gamla öld- in sökk eða hvarf í djúp aldanna, eins og sýnilegt var, jjegar kirkjan og garðurinn í Hruna sökk. Nei, hér sáust engin ummerki, jjótt ein gönntl öld sykki. Flest verður á morgun, eins og í gær. En breyt- ingin kom, hún kom bara eins og skáldið segir um vorið: „Smátt og smátt.“ Það var ekki breytingin, framþróunin í einum eða öðrum

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.