Eimreiðin - 01.01.1968, Qupperneq 69
l-Afí ER EINHVF.R Afí KOMA
59
verið lesnar upp. unz eftir var
í'ifrildi eitt og algjörlega ólæsilegt.
Fyrir þessari hrörnun hinna niest
lesnu bóka flýtti fleira en hin
mikla notkun. Misjöfn húsakynni
koma mikið við þá sögu, og bera
allmargar bækur, prentaðar og
skrifaðar, gleggst vitni um þetta
enn í dag. Pappír hinna eldri bóka
líklega endingarverri heldur en nú
er almennt notaður til bókagerða,
og fleira mætti telja.
Ég ætla ekki að lengja mál þetta
með því að telja upp þær bækur,
sem mest voru lesnar og gengu frá
manni til manns og bæ frá bæ og
fólkið bókstaflega lærði að miklu
leyti. Eina bók kemst ég þó ekki
hjá að nefna. Bók þessi var hið
mikla safn þjóðsagna, m. ö. o. Þjóð-
sögur Jóns Árnasonar, þjóðsagna-
ritara.
Ekki áttu foreldrar mínir „Þjóð-
sögurnar", en svo var bók þessi
venjulega nefnd. Bókin var fengin
að láni svo sem annan hvorn vet-
ur og margt af efni hennar marg-
lesið. Almennt fannst fólki áður
á árum það ekki fullnægjandi að
lesa söguna eða heyra. Góður og
vanur lesari hafði fyrir vana að
hætta lestrinum hverju sinni, þar
sem eitt og annað efni sögunnar
var sem óráðnast. Hann vissi, að
með því væri enn meiri áhugi fólks-
ms á að heyra næsta lestur. Lík-
legt var, að lesarinn hafi einnig
liaft annað i liuga. Með þessari
aðferð, var hann að leggja fólkinu
hl umtals og umhugsunarefni á
niilli lestra, oft allæsandi efni, sem
maðurinn, hvort heldur hann var
einn í verki eða með öðrum, hugs-
aði um eða ræddi af kappi og
miklum áhuga framhald sögunnar.
Við þetta var vinnan léttari, kapp-
ið meira og skarpara. Hið óvissa
söguefni, sem Árni gerði ráð fyrir
að leystist á þennan veg, en Bjarni
á allt annan, varð til þess að tím-
inn leið og verkinu lauk áður en
fólkið vissi af. Krakkar og ungling-
ar, sem voru farnir að gera sér
nokkra grein fyrir því, sem lesið
var, hlustuðu einkum eftir sögum
um útilegumenn, álfa og huldu-
fólk, sem í huga fólks var ekki al-
veg það sama. Á hinn bóginn var
krökkum ekki eins vel við drauga-
sögur, afturgöngu og forynju sög-
ur. Allt þetta jók svo á myrkfælni
þeirra, sem oft var ekki á bætandi.
Hinar fyrrnefndu sögur voru ekki
nærri eins ógnvekjandi sent þær
síðarnefndu. Þrátt fyrir þá ógn og
hættu, sent gat staíað af útilegu-
mönnunum, þá var samt eitt og
annað lokkandi og hetjulegt við
þá marga, líf þeirra, búskap og bú-
staði, sem ekki þarf að rekja hér.
Útilegumenn voru þá lifandi fólk,
fólk, sem af einhverjum orsökum,
sem krakkar skildu ekki vel, voru
í ósátt við fólkið í sveitinni, en
urðu að lifa þó. Nei, þau skildu
þetta ekki vel, þau gátu vorkennt
þeim, en höfðu þó nokkurn beyg
af þeim.
Ég, sem þetta skrifa, var á æsku-
árum, já, jafnvel eitthvað lengur,
ekki öruggur um nema útilegu-
menn væru ]iá enn til. Þá var líka
svo skammt að minnast þeirra Ey-
vindar og Arnesar. Og svo var far-
ið að sýna leikrit Matthíasar,
,,Skugga-Svein“, og ,,HelIismenn“