Eimreiðin - 01.01.1968, Qupperneq 71
l‘Af) KR EINHVER AÐ KOMA
61
að það sé maður að koma út úr
bylnum og sé víst útilegumaður.
»>Jæja, lialdið þið það, greyin mín,“
&agði hún og virtist ekki verða
undrandi, rétt eins og þetta væri
hversdagslegur atburður. Þetta
sagði hún Setta okkar, þótt við
værum svo hrædd, að við liöfðum
ekki rænu á að skafa eða sópa af
okkur snjóinn. Og svo eru barin
þrjú liögg, þung og mikil á bæjar-
hurðina. Hundarnir vöknuðu með
voðalegum andfælum, en sanit
fljótir að átta sig og ruku með
mesta skvaldri fram að hurðinni,
lengra komust þeir ekki. í þeim
svifum kom faðir okkar fram göng-
in og opnaði bæinn. Mikið undr-
uðumst við þann kjark, sent til þess
þurfti. Það var langt til dyra, en
við lögðurn við hlustir sem bezt
við gátum. Svo fórum við að greina
mannamál og orðaskil. Þetta gat
varla verið útilegumaður og við
héldumst í hendur fram göngin.
há kallar faðir okkar og biður okk-
ur að koma með ljós, svo að hann
Eyvindur sjái til að skafa af sér.
Þetta var þá bara hann Eyvindur,
ekki Fjalla-Eyvindur, hann var
víst dauður. Nei, þetta var hann
Eyvindur garnli, kunnur írá því
að liann var vinnumaður fyrir fá-
um árum á næsta bæ. Við þurftum
ekki að vera hrædd við hann. Þeg-
ar Eyvindur hafði skafið af sér
snjóinn, leiddi faðir rninn hann
td baðstofu og var honum veittur
sa beini, sem venja var foreldra
minna að veita ferðamönnum:
Eánaðir þurrir sokkar, hans þvegn-
h' og þurrkaðir við hlóðaeld, færð
einhver hressing, þar til kvöld-
verður kom, og honum búið rúm.
Nú stundaði Eyvindur umferða-
bóksölu og kom ofan eða austan
úr Krýsuvík. Þar bjuggu þá systir
og mágur Eyvindar á einni lijá-
leigu heimajarðarinnar. Þá bjuggu
á höfuðbólinu, J>. e. heimajörðinni,
Arni fyrrum sýslumaður Skaftfell-
inga Gíslason, sem átti alla Krýsu-
víkurtorfuna, sem var heil kirkju-
sókn, svo og Herdísarvíkina. Á
allri þessari miklu eign er nú allt
í auðn og tómi. Hæli því, hver sem
vill.
Tíminn Jjrammaði sína settu
leið. Sumar og vetur skiptust á um
að leysa livort annað af hólmi í
mannheimi, að hefðbundinni
venju, og ávallt var eitthvað að
gerast.
Faðir minn var dáinn, en móðir
mín liélt enn áfram búskap. Fám
vetrum síðar en Eyvindar-veturinn
á aðfangadag jóla bar við eftirfar-
andi:
Veðri var líkt farið sem hinn
fyrri vetur, sem nefndur er hér að
framan og Eyvindur var á ferð-
inni, rnikill lausasnjór og Jrykk
loðmulludrífa, hrein og ósvikin
„hundslappadrífa", en lítið frost,
Jrar eð loft var sem sótugur ketil-
botn. Mér fannst þetta ósvikið úti-
legumannaveður. Þar eð faðir
minn var dáinn, fékk ég að fara
síðara hluta dags með vinnumanni
móður minnar til fjárins suðaust-
ur í hagana, til að fara kringum
féð og koma því heim. Dagurinn
virtist Jtá vera aðeins morgun og
kvöld, enginn dagur, en átti að
vera einu hænufeti lengri heldur