Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1968, Síða 80

Eimreiðin - 01.01.1968, Síða 80
70 EIMRF.IfílX tylftir af hælum utanvert og innanvert. En nefið gafst eg upp við. Því að þessir háu liælar breyttu að vísu stöðu nefs míns í rúminu, en lögun þess ekki vit- und. Enginn eiginleiki hefir náð al- gerri fullkomnun fyrr en hann felur í sér andstæður sjálfs síns líka. Þessari fullkomnun hafði hreinskilni IJIIie náð. Því voru engar skorður settar, sem hún gat látið sér detta í hug að segja af ósannindum. Hún hleypti á girðingar allra líkinda. Öll henn- ar frásögn moraði af skemmtileg- um, ginnandi drísildjöflum, óná- kvæmni og ýkna. Skemmtilegum og ginnandi fyrir hana — en, hamingjan veit, ekki fyrir mig. Það var þessi stefna, er hug- myndaflug hennar tók, sem olli fyrstu ntisklíð okkar. Það er naumast í frásögur fær- andi, svo smávægilegt var tilefn- ið. Það var sumarið eftir að við giftumst. Lillie var larin upp í Caskhillfjall, þar sem foreldrar hennar áttu landsetur, en eg varð eftir í New York til að sjá um útgáfu á síðustu bók minni. Undir eins og síðasta örkin var komin úr prentvélinni, lét eg hefta inn fyrsta eintakið og sendi henni það upp í fjöllin, eins og hún hafði beðið mig um. Tveim dögum síðar fæ eg elsku- legt bréf frá Lillie. Um bókina skrifaði hún: „Hún er guðdóm- le°. Eg vakti alla nóttina í nótt og las hana, orði til orðs, spjald- anna milli.“ Eftir fáa tíma var eg seztur inn í Pullmanvagn og rann á leið til Lillie — þjáður af samvizkubiti út af því, að hafa valdið henni andvöku heila nótt, þó að það linaði mikið þjáning- una að vita, að ástinni minni fannst eg hafa skrifað guðdóm- lega bók. Hið fyrsta sem eg sá, þegar eg steig inn í svefnherbergi Lillie, var nýja bókin mín — óuppskor- in, að undanskilinni hálfri örk fremst og hálfri örk aftast. Nú get eg svarið við nöfn allra dýrl- inga, að þó að eg sé hégóma- gjarn, sé hróðugur af að vera það og telji þann eiginleika með beztu mannkostum mínum — þá veitti þetta hégómagirnd minni engan áverka. Drottinn minn! eg hefi annars konar hugmvndir um frjálsræði í hjónabandinu. Allt um það varð hjarta mitt svo sjúkt, að eg féll niður á rúm- bríkina með bókina mína í ann- arri hendinni og ennið á mér í hinni. Mig svimaði við þá til- hugsun, að eg gæti aldrei fram- ar trúað einu orði af því, sem konan mín sagði: — Lillie! hrópaði eg. Lillie! og reyndi að standa á fætur. Lillie kom inn úr einni stof- unni, tigin eins og drottning. — Lillie, sagði eg, og lagði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.