Eimreiðin - 01.01.1968, Qupperneq 80
70
EIMRF.IfílX
tylftir af hælum utanvert og
innanvert. En nefið gafst eg upp
við. Því að þessir háu liælar
breyttu að vísu stöðu nefs míns
í rúminu, en lögun þess ekki vit-
und.
Enginn eiginleiki hefir náð al-
gerri fullkomnun fyrr en hann
felur í sér andstæður sjálfs síns
líka. Þessari fullkomnun hafði
hreinskilni IJIIie náð. Því voru
engar skorður settar, sem hún
gat látið sér detta í hug að segja
af ósannindum. Hún hleypti á
girðingar allra líkinda. Öll henn-
ar frásögn moraði af skemmtileg-
um, ginnandi drísildjöflum, óná-
kvæmni og ýkna. Skemmtilegum
og ginnandi fyrir hana — en,
hamingjan veit, ekki fyrir mig.
Það var þessi stefna, er hug-
myndaflug hennar tók, sem olli
fyrstu ntisklíð okkar.
Það er naumast í frásögur fær-
andi, svo smávægilegt var tilefn-
ið. Það var sumarið eftir að við
giftumst. Lillie var larin upp í
Caskhillfjall, þar sem foreldrar
hennar áttu landsetur, en eg
varð eftir í New York til að sjá
um útgáfu á síðustu bók minni.
Undir eins og síðasta örkin
var komin úr prentvélinni, lét
eg hefta inn fyrsta eintakið og
sendi henni það upp í fjöllin,
eins og hún hafði beðið mig um.
Tveim dögum síðar fæ eg elsku-
legt bréf frá Lillie. Um bókina
skrifaði hún: „Hún er guðdóm-
le°. Eg vakti alla nóttina í nótt
og las hana, orði til orðs, spjald-
anna milli.“ Eftir fáa tíma var
eg seztur inn í Pullmanvagn og
rann á leið til Lillie — þjáður
af samvizkubiti út af því, að hafa
valdið henni andvöku heila nótt,
þó að það linaði mikið þjáning-
una að vita, að ástinni minni
fannst eg hafa skrifað guðdóm-
lega bók.
Hið fyrsta sem eg sá, þegar eg
steig inn í svefnherbergi Lillie,
var nýja bókin mín — óuppskor-
in, að undanskilinni hálfri örk
fremst og hálfri örk aftast. Nú
get eg svarið við nöfn allra dýrl-
inga, að þó að eg sé hégóma-
gjarn, sé hróðugur af að vera
það og telji þann eiginleika með
beztu mannkostum mínum — þá
veitti þetta hégómagirnd minni
engan áverka. Drottinn minn!
eg hefi annars konar hugmvndir
um frjálsræði í hjónabandinu.
Allt um það varð hjarta mitt svo
sjúkt, að eg féll niður á rúm-
bríkina með bókina mína í ann-
arri hendinni og ennið á mér í
hinni. Mig svimaði við þá til-
hugsun, að eg gæti aldrei fram-
ar trúað einu orði af því, sem
konan mín sagði:
— Lillie! hrópaði eg. Lillie!
og reyndi að standa á fætur.
Lillie kom inn úr einni stof-
unni, tigin eins og drottning.
— Lillie, sagði eg, og lagði