Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1968, Side 81

Eimreiðin - 01.01.1968, Side 81
1>EGAR KONUR FYRIRGEFA - 71 arminn þétt utan um mitti henn- ar. En það var auðheyrt, að eg hafði ekkert vald á rödd minui. Hún var eins dimm og hún kæmi úr kvarnarstokki. Eg fann að eg mundi aldrei halda Lillie lengi í örmum mínum, ef eg tal- aði í þessum róm. — Lillie, byrjaði eg aftur. Hún leit upp, snöggt eins og elding, og horfði forviða á höfuð- ið á mér, eins og hún ætti von á, að það væri horfið af hálsin- um og í stað þess kominn tíst- andi kjúklingur. Loksins tókst mér að tempra róminn: — Lillie mín góða, sagði eg og hélt bréfinu fyrir framan okkur. Hvað það var fallegt af þér að fórna svefni heillar næt- ur til að lesa bókina mína. ,,Orði til orðs, spjaldanna milli,“ eins og þú skrifar. Lillie hallaði kinninni upp að vanga mér: — Hún er indæl, Reggie. Eg sleppti Lillie og gekk hægt að náttborðinu, þar sem bókin lá, og fór að blaða í henni: — Hvað áttu við með „orði til orðs, spjaldanna milli“? Það er ekki skorið upp úr bókinni. — Ekki allri, getur verið. — Ekki nema 16 blaðsíður af 312. — Eg var háttuð og hafði eng- an pappírshníf, Reggie. — En þessar 16 þá —? —■ Þeim skar eg upp úr með hárnál. —■ „Alla nóttina," Lillie? Ja, það er ekki af hégómagirnd. Eg er bara í vandræðum, í hvaða sálfræðisdálk eg á að flokka þess- um ummælum: Orði til orðs, spjaldanna milli. — Eg hélt eg mundi gleðja þig, Reggie. — Líka, þegar eg komst að, að það var lygi? Lillie hörfaði óttaslegin und- an: — Guð minn góður, hvílíkt orðbragð! Þetta hefir enginn leylt sér að bjóða mér fyrr. Þetta eru þakkirnar fyrir að vilja þig. Hvernig dirfistu? Hvernig dirf- istn! Hún fleygði sér grátandi fram á borðið. Eg bað hana um að hætta að gráta, svo að pabbi hennar og mamma heyrðu það ekki niður í stofuna. — Hvað þú ert huglaus! kjökr- aði hún. Þau skidu einmitt fá að heyra það, þau skulu fá að sjá, hvernig þú ert við mig. Fyrst faðmarðu mig að þér, og svo — nei — eg hélt ekki þú værir svona útsmoginn! Og hún grét enn ákafar. Eg þaut ráðlaus um gólfið. Hamingjan veit, hvernig þessu hefði lyktað, ef lítil tilviljun og sívakandi skilningur Lillie á jrví, sem skoplegt er, hefði ekki

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.