Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1968, Síða 81

Eimreiðin - 01.01.1968, Síða 81
1>EGAR KONUR FYRIRGEFA - 71 arminn þétt utan um mitti henn- ar. En það var auðheyrt, að eg hafði ekkert vald á rödd minui. Hún var eins dimm og hún kæmi úr kvarnarstokki. Eg fann að eg mundi aldrei halda Lillie lengi í örmum mínum, ef eg tal- aði í þessum róm. — Lillie, byrjaði eg aftur. Hún leit upp, snöggt eins og elding, og horfði forviða á höfuð- ið á mér, eins og hún ætti von á, að það væri horfið af hálsin- um og í stað þess kominn tíst- andi kjúklingur. Loksins tókst mér að tempra róminn: — Lillie mín góða, sagði eg og hélt bréfinu fyrir framan okkur. Hvað það var fallegt af þér að fórna svefni heillar næt- ur til að lesa bókina mína. ,,Orði til orðs, spjaldanna milli,“ eins og þú skrifar. Lillie hallaði kinninni upp að vanga mér: — Hún er indæl, Reggie. Eg sleppti Lillie og gekk hægt að náttborðinu, þar sem bókin lá, og fór að blaða í henni: — Hvað áttu við með „orði til orðs, spjaldanna milli“? Það er ekki skorið upp úr bókinni. — Ekki allri, getur verið. — Ekki nema 16 blaðsíður af 312. — Eg var háttuð og hafði eng- an pappírshníf, Reggie. — En þessar 16 þá —? —■ Þeim skar eg upp úr með hárnál. —■ „Alla nóttina," Lillie? Ja, það er ekki af hégómagirnd. Eg er bara í vandræðum, í hvaða sálfræðisdálk eg á að flokka þess- um ummælum: Orði til orðs, spjaldanna milli. — Eg hélt eg mundi gleðja þig, Reggie. — Líka, þegar eg komst að, að það var lygi? Lillie hörfaði óttaslegin und- an: — Guð minn góður, hvílíkt orðbragð! Þetta hefir enginn leylt sér að bjóða mér fyrr. Þetta eru þakkirnar fyrir að vilja þig. Hvernig dirfistu? Hvernig dirf- istn! Hún fleygði sér grátandi fram á borðið. Eg bað hana um að hætta að gráta, svo að pabbi hennar og mamma heyrðu það ekki niður í stofuna. — Hvað þú ert huglaus! kjökr- aði hún. Þau skidu einmitt fá að heyra það, þau skulu fá að sjá, hvernig þú ert við mig. Fyrst faðmarðu mig að þér, og svo — nei — eg hélt ekki þú værir svona útsmoginn! Og hún grét enn ákafar. Eg þaut ráðlaus um gólfið. Hamingjan veit, hvernig þessu hefði lyktað, ef lítil tilviljun og sívakandi skilningur Lillie á jrví, sem skoplegt er, hefði ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.