Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1968, Page 83

Eimreiðin - 01.01.1968, Page 83
I-EGAR KGWR FYRIRGEFA - 73 sagði, með augun niðri í hand- ritinu: — Hvað get eg gert fyrir yður, A1 r. Bright? — Allt milli himins og jarð- ar. ] svipinn hafið þér meira vald á forlögum mínum en nokkur mannvera undir sólinni. Bara þér vilduð nota það til að endurnæra anda minn með skyn- senti yðar. Miss Clarke hætti að skrifa. Eg hafði aldrei séð liana verða svo herfilega, það var eins og augnaráð hennar dreypti eitri í orðin, þegar hún sagði: — Hafið þér nti uppgötvað að kvenleg fegurð er ekki allt? — Ekkert, Miss Clarke, ekk- ert. Þér hafið öll skilyrði til að gera eiginmann sælan. — Ekki eiginmann annarrar konu, sagði hún og horfði á mig með nístandi ströngu augnaráði. — Jú, ef þér giftist lionum, svaraði ég. ~ Já, það er annað mál. Miss Clarke stóð upp. Hún Iiélt áfram að blína á mig. Svo sagði hún í nærri þrumandi rómi: — Þér sögðuð áðan, að eg hefði í svipinn meira vald á for- lögum yðar en nokkur mann- vera undir sólinni. Meintuð þér það? Mér fór ekki að verða um sel. En eg ásetti mér að eg skyldi ekki láta vélritarann minn hræða frá mér vitið. Eg stóð upp og sagði brosandi: — Auðvitað meinti eg það — hvað meinið þér? — Eg hef ekkert við það að athuga, sagði hún og lokaði aug- unum. Fáeinar sekúndur liðu. —• Ah--------sagði hún með löngu andvarpi og lokaði aug- unum af nýju. — Ah — guði sé lof! Og í sama vetfangi hafði hún rígneglt örmunum utan um hálsinn á mér og var farin að hvísla ástarorðum í eyru mér. — Guð forði mér frá yður, Miss Clarke! — hrópaði eg í þess- ari hnappheldu holds og Itlóðs — eruð þér orðin bandvitlaus? Hún sleppti óðara tökunum, grátandi, róleg, titrandi. Það var næstum átakanlegt að sjá glitr- andi tárin hrökkva niður þetta ófagra andlit. Svo gekk hún hægt að ritvélinni og sagði með sár- kenndri stillingu: — Nei, hvers virði er eg fyrir yður? Eg hefði átt að geta sagt mér það sjálf. — Þér hafið misskilið mína skynibornu samúð, Miss Clarke. — Við konur komumst ekki langt með skvnseminni, svaraði hún. — Það er misskilningur, Miss Clarke. Nú sitjið þér hér með 25 dollara á viku og hafið verið tekin fram yfir fjölda af fríðum

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.