Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1968, Side 85

Eimreiðin - 01.01.1968, Side 85
1 Þrjú íslenzk leikrit Koppalogn — Jónas Árnason. Sumarið '37 — Jökull Jakobsson. fslandsklukkan — Laxness. Það er undarlegt, að þeir sem sækjast sérstaklega ei'tir því að vekja athvgli á bókmenntaþekk- ingu sinni með alls konar „upp- götvunum", skuli ekki enn hafa gert sér það til dundurs að upp- götva föður íslenzkrar nútíma leikritunar. Eða — uppgötva skil eldri og nýrri íslenzkrar leikritun- ;ii', þótt ekki væri annað. Liggja þau um „íslandsklukku" Kiljans, eða eitthvert af yngri leikritum lians? Eða er það jökull Jakobs- son, sem markar skilin? Eða Jónas Arnason eða Oddur Björnsson? Kannski er ekki lieldur um nein slík skil að ræða, af þeirri einföldu ástæðu, að ekki sé neinni nýrri ,,ís- lenzkri" leikritun til að dreifa. Ekki neinni nýrri leikritun, sem •ier islenzk sérkenni í lormi og stíl, þótt samin séu af íslenzkum höf- undum um íslenzkt fólk í íslenzku umhverfi, heldur samkenni meira og minna alþjóðlegrar leikritun- ar, eins og hún gerist og gengur nú, bandarískrar og evrópiskrar. Slíkt er ekki auðvelt úrskurðar fvr- ir samtíðarmenn, en hallast mundi ég að þeirri skoðun eins og er. Annað mál er svo það, að ís- lenzk leikritun hefur tekið nokkr- um framförum að undanförnu. Auk Kiljans höfum við eignazt að minnsta kosti tvo höfunda, sem náð hafa því valdi á ieikritun, að verk þeirra verða ekki lengur dæmd með sérstakri tillitssemi vegna þess, að þau eru íslenzk — en þau vekja ekki heldur á sér at- hygli fyrir nein Jjau sérkenni, sem bent geta til Jress, að |>au verði seinna meir talin tákna upphaf nýrrar íslenzkrar leikritunar. — Þarna er um að ræða |)á Jónas Árnason og Jökul Jakobsson, en

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.