Eimreiðin - 01.01.1971, Blaðsíða 9
flin ber mig
til pín
Saga
eftir
Árna Óla
Vinnuhjúaskildagi er á morg-
un. Þá verða miklar breytingar
í sveitum landsins. Þá fer margt
ungt fólk úr foreldrahúsum í
fyrsta skifti til þess að vinna fyrir
sér hjá ókunnum húsbændum.
Aðrir hafa vistaskifti, skiljast við
alla, sem kunnugir eru, og hefja
nýtt líf meðal þeirra, sem þeir
þekkja ekki. Þennan dag ríkir
söknuður á mörgum heimilum,
þegar að kveðjustund er komið.
Jörðin Árbugur er í fjalla-
sveit. Hún dregur nafn sitt af á,
sem rennur þar við bæjarhólinn.
Þessi á er löng og fellur um
marga hreppa áður en hún nær
til sjávar. Á bökkum hennar
stendur f jöldi bæja og margir eru
við hana kenndir, enda á hún fáa
sína líka. Hún er torfæra á veg-
um ferðamanna. Hún er dyntótt.
Að vetrarlagi liggur hún stund-
um svo að segja niðri í grjóti, en
svo á hún það til að brjótast fram
í jötunmóði, þegar hlaup koma í
hana, og veldur þá landspjöllum
á báða bóga, ofan frá fjöllum og
Árni Óla
út að sjó. í daglegu tali er hún
aldrei kölluð annað en Áin,
enda þótt hún eigi sérstakt nafn.
Þegar talað er um „ána“ vita all-
ir við hverja er átt, og það sýnir
að hún hefir eitthvað meira við
sig heldur en aðrar ár þar nær-