Eimreiðin - 01.01.1971, Side 18
14
EIMREIÐIN
árum síSar eða 1943 var vernd höfundarréttarins látin taka til hvers
konar listgreina, senr eldri löggjöf náði ekki til. 1956 var síðan
verndartímabil gagnvart þýðingum lengt úr 10 árum í 25 ár.
ísland gerðist aðili að Bernarsambandinu 1947. Það gerðist
einnig aðili að Genfarsáttmálanum 1953. Af fslands hálfu hefur og
verið samþykktur sáttmáli sá um vernd listflytjenda og fleira, sem
gerður var í Róm. Fullgilding hans hefur þó ekki farið fram og
getur ekki farið fram nema frumvarp það, sem hér er til umræðu,
verði samþykkt.
Það helur lengi verið ljóst, að gildandi ákvæði um höfundarétt
væru ófullkomin og ekki nógu víðtæk. Þess vegna fól menntamála-
ráðuneytið árið 1959 dr. Þórði Eyjólfssyni þáv. hæstaréttardómara
að semja frumvarp til höfundalaga, en hann er manna fróðastur ís-
lendinga um höfundarétt, Samdi hann ýtarlegt frumvarp, sem var
hliðstætt nýjum, norrænum höfundalögum frá árinu 1960—1961,
og var þess gætt sérstaklega að hafa ákvæði frumvarpsins þannig,
að þau fullnægðu kröfurn Bernarsáttmálans, Genfarsáttmálans og
hins nýja Rómarsáttmála við vernd listflytjenda og fleira. Var
þetta frumvarp lagt fyrir Aljringi 1962—1963, en varð ekki útrætt.
Enginn mun hafa dregið í efa, að frumvarpið væri vel samið frá
fræðilegu sjónarmiði né heldur að þar væri mörkuð hliðstæð stefna
og í norrænu höfundalögunum, sem hlotið höfðu ágætan undir-
búning. Hins vegar fólst í frumvarpinu svo nrikil aukning á vernd-
un íslenzkra og erlendra höfunda og listflytjenda, að það hefði haft
í för með sér verulega aukin útgjöld af íslands hálfu og þá fyrst
og fremst af hálfu ríkisútvarpsins.
Á s. 1. ári fól menntamálaráðuneytið þeim dr. Þórði Eyjólfssyni
fyrrv. hæstaréttardómara, Knúti Hallssyni deildarstjóra í nrennta-
mrn. og Sigurði Reyni Péturssyni hrl. að taka frunrvarpið til endur-
skoðunar og hafa Jrá hliðsjón af þeinr breytingunr, senr orðið hefðu
á höfundaréttarmálunr í nálægunr löndunr síðan frumvarpið var
sanrið.
Norrænu höfundalögin, senr ég nefndi áðan, eru enn í gildi.
í sambandslýðveldinu Þýzkalandi voru sett ný höfundalög 1965 eftir
langan undirbúningstínra, en frumvarp að þeim lögum hafði einn-
ig verið lraft til hliðsjónar við samningu frumvarpsins. Mikilvægast
er Jró, að Bernarsáttmálinn var endurskoðaður á ráðstefnu Bernar-
sanrbandsríkjanna í Stokklrólmi 1967 og var þá gerð samjrykkt um
nýja gerð sáttmálans.