Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1971, Page 41

Eimreiðin - 01.01.1971, Page 41
ÍSLANDS HRAFNISTUMENN 37 Verkið hálfnað: Hann er nú ekki eins jafn og í síðasta hali, hummm? Ekkert svar, enda ekkert svar til. Það líður að lokum: Bölvað rusl erðetta. Það liefur nú aldrei verið svona andskoti aumt. í sjóinn meðða. Svo hverfa þeir niður í lúk- arinn, einn af öðrum, hetjurnar, humarveiðimennirnir. Fyrstur fer kokkurinn, tannlaus og gild- ur eins og ólétt kona; vélstjórinn, gulur af áragamalli olíu; stýri- maðurinn, grannur og sveigjan- legur, útlenzkur maður; annar vélamaður, með brúnt hár, brún augu, mórautt lundarfar; skip- stjórinn, grár í framan og geð- góður; blókin, langur, skrúfin- hærður, fölur og rýr. Sex af fs- lands hrafnistumönnum, haa? Étiði, segir kokkurinn og fleig- ir beinakexi á borðið. Svo er bitið og brotið og sötr- að kolsvart kaffi. Ekkert annað með kaffinu, spyr blókin ólundarlega ofaní skítugan fantinn. Ég held aððetta sé nógu gott í helvítis kjaftinn á ykkur, svarar kokkurinn og rennir fram hök- unni, til að missa ekki af fall- andi sultardropa, nær honum, smjattar, stendur upp, lagar kviðinn og slæmir til annarri hendinni sem lendir inni í skáp og dregur þaðan fram plastpoka og fleygir í blókina. Kaffi skvettist á kexdallinn. Blókin virðir fyrir sér pokann. Kremkex, tautar hann og fleigir honum óáteknum í dall- inn á borðinu og beinakexið flæðir yfir borðið. Af hverju kaupirðu ekki jóla- köku, kokksi? segir þá annar vélamaður og horfir brúnum augum yfir kexið. Kex, kex, aldrei annað en kex, þetta djöf- uls ómeti, sem kleprap í kjaftin- um á manni. Það er fullgott í andlitið á þér. Nei. Jú- Þú gætir nú haft jólaköku. Nei. Af hverju ekki? Þær eru dýrari. Dýrari?? Já ég sagði það. Það getur ekki verið. Heldurðu að ég vitiða ekki betur en þú? Hvernig getur staðið á því að þær eru dýrari? Ég get sagt þér hvernig stend- ur á því. Nú? Já, það stendur þannig á því að . . . . að þær eru dýrari. Jæja. Já, og haltu svo kjafti. Japl, sötur, orðvana áhöfn. Einn stendur upp, tveir, þrír hverfa þeir upp úr lúkarnum, einn til að toga tveir til að sofa.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.