Eimreiðin - 01.01.1971, Blaðsíða 53
ASKAN
49
uppskera hinnar gömlu konu og
er því illa að farið og vítavert,
þótt svo kunni að vera, að ekki
sé hinu unga fólki Ijóst hvert
mein þau gjöra. Er því hér það
eitt fyrir, að segja fram fastar
reglur um hina forboðnu hluti
og leggja viðurlög við broti
þeirra, svo að eigi megi þeir sýn-
ast vænlegir“. Hann þagnaði,
en hélt síðan blíðlega áfram.
„Ég veit að í huga þínum, son-
ur minn, kvikna efasemdir vegna
þess að hér til hafa mennirnir
ætíð fundið happasælustu leiðina
af sjálfsdáðum. Eða sökum hins,
að án efa hefði gamla ekkjan með
glöðu geði veitt elskendunum
leyfi sitt til að njóta þessara
ávaxta, ef til hennar hefði verið
leitað. En minnstu þess að með
rituðu boðorði er auðveldara að
sjá hvað rétt er, og hvað rangt.
Hinar röngu gerðir eru sprottn-
ar af ágirnd, en liggi við þeim
hegning, mun engin ágirnd geta
til þeirra hvatt“. Og gamli mað-
urinn mælti; „Slíkt skal vera
boðorð mit: Eigi skalt þú ágirn-
ast né burtu taka það sem ná-
ungans er, eða á annan hátt á
hag hans ganga, — að öðrum kosti
skal hið sama fram korna gagn-
vart þér. Út af þessu lögmáli
skulu mennirnir leggja, og finna
jiannig hið fullkomna líf. Farðu
því nú í friði, sonur minn, út á
meðal fólksins og flyt því boð-
skapinn og hinn eina sannleika
um víðar byggðir heimsins, unz
allir lúta lionum og öðlast hina
æðstu hamingju". Og hann þagn-
aði, og er augu hans litu yfir feg-
urð dalsins, fann hann að hann
hafði breytt réttilega.
Og rödd vitringsins hafði gagn-
tekið hug hins unga manns, sem
meðtók sannleikann og fyllt-
ist lotningu og ótta við orð þessa
goðumlíka manns. Og honurn
var Ijóst hversu mikilvægt hlut-
verk honum var búið og hver
upphefð liafði fallið honum í
skaut. Því laut hann vitringnum
djúpt og spurði einskis, en snéri
í flýti til byggða á ný.
Þannig var það, að hinn ungi
lærisveinn ferðaðist út á meðal
fólksins og kenndi því hinn eina
sannleika. Og allir fundu að sá
var réttmætur, og þeir fundu að
auðveldara var að kenna börn-
unum boðorðið, í stað hinnar
hægfara kennslu um ást og um-
hyggju, sem þeir áttu að venjast.
Nú voru komnar fastar og ein-
faldar reglur í þess stað. Var læri-
sveininum því hvarvetna vel
tekið og brátt kom þar að allir
menn lutu lögmálinu og sóru
því eið. Leið svo nokkur tími.
Svo var það eitt sinn að sonur
bóndans gekk ásamt unnustu
sinni upp til skógartjarnarinnar.
Gáði stúlkan þá eigi að sér, en
las epli af grein apaldursins, svo
sem hún hafði ávallt fyrr gjört.
En þorpsleitoginn, sem nú var
4