Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1971, Page 27

Eimreiðin - 01.01.1971, Page 27
SJÓNVARP Á ÍSLANDI 23 kominn tími til að bæta fyrir syndir liðinna ára og koma fjárhag stofn- unarinnar í það liorf, að hún geti eignazt þak yfir höfuðið. Ríkisútvarp- ið þarf ekki að reisa stórhýsi, og mundi engum bregða þótt bankar eða skólar reistu byggingu sem þá, er útvarpið hefur ekki getað ráðizt í á 40 ára starfsferli. Hverfum aftur í sali alþingis. Þar sem nú frumvarp unr að nota tekjur viðtækjasölunnar til annarra þarfa kom fyrir Neðri deild, flutti einn alþingismaður breytingatillögu þess efnis, að „Hefjist innflutningur sjónvarpstækja á þessu árabili (það er næstu fjórum árum) skal allur ágóði af sölu þeirra renna til undirbúnings og reksturs sjónvarps á ís- landi.“ Ekki reyndist skilningur alþingismanna ríkur. Þessi fyrsta tillaga um beina fjárveitingu til íslenzks sjónvarps, sem fyrir augu þeirra bar, var kolfelld, 16 á móti, en aðeins 5 m'eð. Næstu misseri var ýmislegt bollalagt um sjónvarp, en lítið gerðist, enda var bohnagn Ríkisútvarpsins næsta takmarkað. Á árinu 1959 fluttu þeir Einar Olgeirsson og Jónas Árnason fyrstu tillöguna á alþingi, þar sem mótmælt var útvarps- og sjónvarpsrekstri varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli, en hún kom ekki til umræðu. Þeir fullyrtu, að allmargir íslendingar hefðu þá eignazt sjónvarpstæki til að horfa á dagskrá Keflavíkurstöðvarinnar. Nú var tíðindalaust af báðum vígstöðvum fram á árið 1961. Þá fékk Ríkisútvarpið erlendan sérfræðing, Belgíumanninn George Hansen, sem var yfirverkfræðingur Eurovision, til að koma hingað til lands og líta á aðstæður til sjónvarps. Þessi ágæti maður dvaldist hér um sinn og kynnti sér alla málavöxtu, en skrifaði eftir heimkomu skýrslu. Taldi hann, að sjálfstætt, íslenzkt sjónvarp væri framkvæmanlegt, og lagði til að reist yrði sendistöð í Reykjavík, sem mundi ná til 100.000 manns. Gæti 20 manna starfslið skilað 2—3 klukkustunda dagskrá, ef notað væri allmikið erlent efni. Útvarpsstjóri og formaður útvarpsráðs gerðu á grundvelli álitsgerðar Hansens tillögur um íslenzkt sjónvarp. Töldu þeir, að á fimm árum mundu notendur verða 13.000 á 100.000 íbúa svæði, en þó yrði óhjá- kvæmilegt, að hluti af aðflutningsgjöldum innfluttra sjónvarpsviðtækja rynni til starfseminnar. Var þetta meginatriði, sem síðari framkvæmdir byggðust á. Hinn 31. júlí, 1961, sendu þeir menntamálaráðherra þessar tillögur sínar. Á Keflavíkurflugvelli gerðist það í apríl, 1961, að varnarliðið sótti um heimild til að stækka sendistöð sjónvarpsins, sem þar hafði starfað í sex ár, úr 50 vöttum í 250. Enn var leyfi veitt og öðru sinni vissi þjóðin 'ekk- ert um málið fyrr en löngu síðar. Haustið 1961 gerði Þórarinn Þórarinsson fyrirspurn á aljjingi varð-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.