Eimreiðin - 01.01.1971, Side 51
ASKAN
47
umsjá voru börnin sem ærsluð-
ust og léku öllum stundum. Þær
unnu að heimilisverkum og
hjálpuðu bændum sínurn við
störf þeirra. Á hvíldartímum
lögðu þær oft leið sína að tjöld-
um sölumannanna, sem voru
langt að komnir, og þær gleymdu
sér að kvenna sið við að hand-
fjatla hinn mikla fjölda haglega
gerðra hluta, sem þeir ávallt
höfðu í varningi sínum. Þar gat
að líta undurfallegar útskornar
hirzlur úr sedrus og olíuvið.
Marglita dúka af purpura og
skarlati, íofna furðulegustu
kynjamyndum og táknum. Dýr-
indis línklæði og glitvefnað sem
sló með mýkt sinni á strengi
ímyndunaraflsins. Listaverk
srníðuð af gulli, silfri og eir, með
leyndardómsfullum ígreiptum
steinum. Gullmen, armbönd og
hringar, settir smarögðum, kór-
úndum, tópösum og ónyx frá
fjarlægustu heimshornum,
hræðru hug þeirra og hjarta,
þegar þau glömpuðu í ótrúleg-
ustu litum móti sólbrúnu hör-
undi þeirra, smurðu ilmolíum.
Þær undu vel við að skoða and-
lit sín í vel gerðum eirspeglum,
sem höfðu umgjarðir úr mynd-
skreyttum kopar, alsettum safír-
um og jaspis. Þar fengu þær
drukkið vín úr fagurlega skreytt-
um bikurum, í reykelsisþrung-
nu andrúmslofti dagdraumsins.
Og eins og kaupmennirnir
þekktu, keyptu þær í leiðinni
kryddjurtir, salt og ódýra dúka
úr tvinnaðri baðmull. Þannig
voru allir ánægðir og hamingju-
samir, og enginn gekk á annars
hag. Og þannig hafði það alltaf
verið.
Allt þetta sá einbúinn á fjall-
inu og augu hans fylltust af ást
til mannanna, því að hann vissi
að framtíðin var þeirra. En það
var einn, aðeins einn, agnúi sem
æ oftar firrti hann friði og angr-
aði huga hans. Ein lítil misfella
sem kom í veg fyrir að allt væri
fullkomið í þessunr heimi sem
hann svo elskaði. Og liann var
hinn eini sem hún var ljós, og
því var hann einnig hinn eini
sem gat fundið á henni bót. Og
hann var staðráðinn í að endur-
gjalda mönnunum allar þær
stundir falslausri gleði, sem þeir
óafvitandi höfðu fært honum. En
hvernig mátti það verða? Löng-
um sat hann djúpt sokkinn í
hugsanir sínar og leitaði að úr-
ræði sem gera myndi heiminn
fullkominn. Og smám saman
kviknaði með honum hugmynd
sem þróaðist og gagntók huga
hans. Og því meir sem hann velti
henni fyrir sér, þeim mun fyllri
varð ánægja hans.
Þannig var það eitt sinn,
skömmu eftir sólarupprás, að
hann gerði boð fyrir þann mann
sem virðingarmestur var meðal
fólksins. Sá kom hinn sama dag