Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1971, Blaðsíða 11

Eimreiðin - 01.01.1971, Blaðsíða 11
ÁIN BER MIG TIL ÞÍN 7 festu, sagði hún, og það skal vera skilnaðarkossinn. Hann kyssti hana heitt og lengi. Svo sagði hún: — Nú kyssi ég þig ekki aftur fyrr en mér er alveg sama þó allir viti það. Að svo mæltu stökk hún á fætur, hljóp upp úr jarðfallinu og stefndi til bæar. Hann hét Karl og hún hét Æsa. Hún hafði komið á þetta heim- ili 5 ára gömul, munaðarlaus og boðin upp sem hreppsómagi. Síð- an hafði hún verið þarna og aldrei mátt um frjálst höfuð strjúka. Nú var hún orðin 19 ára. Hann var 25 ára og talinn af góðu fólki kominn, en hafði þó orðið að vera í vinnumennsku frá fermingu. Þau voru bæði ör- snauð, en vildu lifa og leita köll- unar sinnar í lífinu. Hann fór daginn eftir og kvaddi hana á hlaðinu eins og hitt heimilisfólkið, og enginn skyldi sjá, að Jreim þætti mikið fyrir að skilja. En hún ein fann til þess hve tómlegt var á Árbug eftir að hann var farinn. Annars var allt þar í föstum skorum vanans fram- an af, og hún var sami einstæð- ingurinn og hún hafði alltaf ver- ið. Þó var eitt breytt. Gjörbylt- ing hafði orðið í lífi hennar. Ljúf sælukennd og sár kvíði toguðust á um sál hennar. En það var leyndarmál, sem eng- inn mátti vita um. Nóg var að gera. Vorannirnar kröfðust Jress að hvert manns- barn leggði frarn alla krafta sína. Og oft varð lítið um svefn á hin- um björtu nóttum. Svo tóku heyannir við og Æsa var látin ganga á engjar eins og áður. Leið svo og beið fram í ágúst- mánuð. Þá var Jrað eitt myrkt kvöld að hún heyrði óvart á tal hjónanna. Konan sagði: — Það er ekki forsvaranlegt að láta hana Æsu ganga á engjar og vera úti í hvaða veðri sem er. Við skulunt hafa skifti, Gunna getur verið við útiverkin, en Æsa hjálpað mér við búverkin. — Hvers vegna? spurði bóndi undrandi. — Nú, sérðu ekki hvernig stúlkan er? Alltaf eruð J:>ið karl- mennirnir Jafn glámskyggnir. Geturðu ekki séð að stúlkan er komin langt á leið? Hann varð uppi: — Ef Jretta er satt, þá er ekki um annað að gera en segja hana til sveitar aftur. Ég kæri mig ekki um.......... Meira heyrði Æsa ekki. Hún stökk út í niðdimmt liaustmyrkr- ið. Þá um nóttina hrökk Karl upp úr fasta svefni og sýndist ein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.