Eimreiðin - 01.01.1971, Side 13
ÁIN BER MIG TIL ÞÍN
9
af sandi og leðju, að þar sást ekki
stingandi strá í rnörg ár á eftir.
Víða olli þetta reginflóð miklu
tjóni, og eins urðu fjárskaðar,
því að veðurofsinn hrakti fé í
ána. Jakastíflan mikla helzt órof-
in marga daga og allan þann
tíma beljaði flóðið yfir engjar
og bar á þær sand og aur. Seinast
lét þó stíflan undan og áin fann
sinn gamla farveg.
Komið var fram undir Hvíta-
sunnu er vatn hafði sjatnað svo,
að fært mætti kalla gangandi
mönnum yfir aurbeðjurnar á
engjunum. Þá var það einn dag,
er Karl var að ganga við kindur,
að hann rakst á dauða kind í
sandhrönn hjá ánni. Hann sá á
markinu að kind þessi var frá Ár-
bug, gamla heimilinu hans. Þeg-
ar hann kom heinr, sagði hann
húsbónda sínum frá þessu og
spurði hvort hann ætti ekki að
leita næsta dag um sandflæmið
að dauðum kiudum, sem kynni
að hafa borist þangað; vera nrætti
að eigendur vildu reyna að hirða
eitthvað af skepnunum, ef þeir
spyrðu nógu snenrma til þeirra.
Bóndi kvað þetta sjálfsagt, og
daginn eftir lagði Karl svo á stað
út á aurana, með skóflu í hönd
og hund til að leita.
Aurarnir voru blautir og illt
að komast yfir þá, var senr fótur
festist í hverju spori, einkum
þegar dró frá árbakkanum. Karli
sóttist því leitin seint. Þegar
lramr lrafði ráfað lengi franr og
aftur og var kominn langt upp
á aurana, skildi hundurinn við
hann og rölti þangað, senr aur-
arnir voru enn blautari. Sá Kari
að hann staðnæmdist þar og tók
að snuðra eins og hann hefði orð-
ið var við eitthvað, sem honunr
þætti nýstárlegt.
Karl sneri þangað og sá að
hundurinn var að klóra í ein-
lrverja þúst, senr stóð upp úr aui'-
bleytunni. Þegar Karl kom nær,
sá hann að þar var eitthvað senr
líktist svartri tusku. Hann virti
þetta fyrir sér, en var engu nær
um hvað það væri og var að lrugsa
um að hverfa frá, því að þetta
gæti ekki verið neitt merkilegt.
Þó varð honum það að stinga
skóflunni niður til hliðar við
þetta og hugðist lyfta því upp úr
sandinum. Upp kom þá endi á
köflóttri flík.
Hann þekkti þessa flík þegar.
Það var svuntan hennar Æsu.
Hugleiftrum brá fyrir: Hér er
lík hennar í sandinum. — Áin
ber mig til þín — Áin ber mig til
þín. — Hér er lrún komin. — Þú
verður að moka — moka. — Nei,
það er þýðingarlaust, ég get ekki
grafið líf mitt upp úr sandinum.
Hann hallaðist frarn á rekuna,
starði og starði þar til honum
sortnaði fyrir augum. Svo hneig
hann niður og andlit hans fór á
kaf í leðjuna.
Seint um kvöldið var farið að