Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1971, Blaðsíða 67

Eimreiðin - 01.01.1971, Blaðsíða 67
SÆLIR ERU ÞEIR . . . 63 meir. Væri eitthvað lasinn og ætl- aði að hvíla sig og breyta eitthvað til. Þá var það, að hann fór að tapa Elínu. Elín Erla, fallegt nafn. Hún hafði fjarlægzt hann smátt og smátt, liðið burt frá honum með árunum. Þau hættu alveg að tala um giftinguna. Það varð eins og þegjandi samkomulag, að minnast ekki á þá liluti. Og hvað svo? Bréf- ið lá þarna á borðinu. Bréfið frá henni. Nú var hún frú Elín Erla. Það hafði legið þarna í margar vik- ur, marga mánuði. Hann mundi það ekki lengur. Kannski nokkur ár? Hann hafði 'ekki hreyft það, síð- an hann opnaði það og las. Það varð bara að liggja þarna, til að minna hann á að þessu væri lokið. Og nú varð sopinn dálítið stærri en áður. Nei, fjandinn. Faravarlega, taut- aði hann innra með sér, meðan hann barðist við að kyngja. Svo gretti hann sig liroðalega og hroll- ur fór um hann allan. Nei, ekki meira strax. Hann varð að passa sig. Elín Erla. Þetta helvítis dót, sem hafði eyðilagt allt fyrir þeim. Einhverjir fjandans ættingjar. Kjaftasögur. Jæja, þetta gerði ekkert til. Hann skyldi bara sýna þessu pakki, að hann væri maður. En hvar voru svörin við öllu því, sem hann hafði mátt heyra og þola um dagana? Og öllu jtví, sem hann hafði ekki fengið að heyra, en vissi að sagt hafði verið? Nú fann hann allt í einu til þess nagandi sársauka og kvíðatilfinn- ingar, sem alltaf liafði ásótt hann þessi síðustu ár. Þessi lamandi svarta þoka, sem lagðist yfir vitundarlífið og skyggði á allt, afskræmdi allt og kreisti hjartað ísköldum kvalakrumlum. Flaskan. Ennþá einn sopi, stór, og glasið var tómt. Hann hallaði sér aftur mak- indal'ega að veggnum og beið eftir áhrifunum, meiri áhrifum, meiri slökun. Hann fann hvernig sjónarsviðið breyttist smám saman. Útlit hlut- anna tók á sig aðra mynd. Birtan varð öðruvísi og flekkirnir á óhreinum veggnum á móti fóru að taka á sig ákveðnari myndir. Hann lrellti ekki aftur í glasið. Beið rólegur. Slatti eftir ennþá. Svarið? Já svarið. Hann vissi nú hvert það var. Peningar! Aðeins peningar og þá skyldi hann svo sannarl'ega fá. Nóg. Fúlg- ur, hauga, já fjöll af peningum. Honum létti snögglega við þessa hugsun, jjessa stórkostlegu fram- tíðarsýn og nú fann hann vellíðan- ina svífa að sér, eins og heilladís, sem aldrei sézt, en aðeins verður skynjuð. Hann hagræddi koddanum, sparkaði af sér skógörmunum og hallaði sér útaf. Þannig lá liann stundarkorn, reis svo upp við dogg og hellti einum sopa í glasið, bar það upp í birtuna og rýndi gegn- um dökkgulan vökvan, eitthvað út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.