Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1971, Blaðsíða 14

Eimreiðin - 01.01.1971, Blaðsíða 14
10 EIMREIÐIN leita hans. Fannst hann von bráð- ar og var þá örendur. Við hlið lians sáu menn flíkurnar, sem komið höfðu upp úr sandinum. Var þá grafið til þeirra og reynd- ist svarta þústan vera hnjákollar innan í svörtu pilsi. Svo var graf- ið upp þarna lík Æsu frá Árbug. Það var enn þekkjanlegt og hugðu menn að það mundi vera vegna þess, að það hefði þegar sandorpist og legið í sandi þar til flóðið mikla kom í ána. Bæði líkin voru jjegar flutt til prestsetursins, sem var skannnt þaðan. Þar var líka læknissetur. Læknirinn þurfti ekki að líta nema snöggvast á lík Æsu, þar var ekki um að efast dauðamein- ið. En þegar að því kom að skoða h'k Karls, vildi læknirinn fá að vita hvernig heilsu hans hefði verið háttað að undanförnu. Húsbóndi Karls sagði að hann hefði ekki á heilum sér tekið all- an veturinn, varla talað orð og stundum farið einförum. — Apoplexi, sagði lækninr- inn. Fólk skildi það ekki. Dular- full dánarorsök, sagði það, enda var það eftir öðru, hann hafði alltaf verið dularfullur og fór á dularfullan hátt. Og svo var skrifað í kirkju- bókina, að hún Iiefði drukkn- að, en hann dáið af apoplexi, og jrar stendur það skráð enn. Þegar að jarðarförinni konr vildi prestur ekki að þau væru lögð í eina gröf, vegna þess að hún liefði verið utansveitar, og svo „ætti það ekki við“. Grafarmönnum kom því sam- an um að taka hvora gröfina aftur af annarri. „Og það er bezt að hafa hann til fóta, því að hann var að bogra að fótum hennar þegar hann dó“, sagði einn þeirra. Þetta þótti snrellin fyndni og hinir hlógu dátt. Það gerði ekkert til þó hleg- ið væri að hinum framliðnu, enginn mundi þykkjast af því, vegna þess að þau áttu enga að. Svo voru grafirnar teknar þannig og hún var lögð í vestri gröf, en hann í þá eystri. Nú eru leiði þeirra að mestu sigin í jörð og sýnast eins og eitt furðu langt leiði. Engin nrinnis- merki eru þar og flestir hafa nú gleynrt nöfnunr þeirra, sem þar eru leidd. En leiðin eru auð- þekkt á því, að á þeinr fölnar aldrei gras, þau eru sígræn sum- ar og vetur. Ef fólkið í sveitinni er spurt um hvernig á þessu standi, ]rá er svarað, að leiðin séu sígræn vegna þess, að undir þeim hvíli ógæfusamir elskendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.