Eimreiðin - 01.01.1971, Qupperneq 20
Bókaverð og innkaupa-
fyrirkomulag í Noregi
♦—--------------------------
Eftir
Willy Dahl
Höfundur greinar þessarar er lekt-
or í norskum bókmenntum við
Oslóarháskóla og bókmenntagagn-
rýnandi við Arbeiderbladet. I
grein þessari ræðir hann um skipt-
ingu fjár þess er norska ríkið ver
til bókakaupa, og kemst að þeirri
niðurstöðu að innkaupafyrirkomu-
lagið stuðli fremur að hag útgef-
enda og prentsmiðja, en rithöfund-
anna sjálfra.
í ritdómi mínum um ljóðabók
Jan Erik Volds, ,.spor, snö“ (spor,
snjór) minntist ég á verð bókar-
innar (kr. 22,50 (hér og framvegis
er átt við norskar krónur) og full-
yrti að bók, sem væri íburðarminni
að frágangi, gæti hæglega selzt fyr-
ir helming þessa verðs. 1 grein í
Arbeiderbladet 17. 12. þ. á. (þ. e.
1970) skýrir Jan Erik Vald frá því
að útgáfan hafi reiknað útsölu-
verð bókarinnar á kr. 35,00 mið-
að við 4000 eintaka upplag. Það er
höfundurinn sem fékk verðið lækk-
að í kr. 22,50
Þetta er Jan Erik Vold til sóma.
Til upplýsingar fyrir þá sem eru
þessum málum ókunnugir má geta
þess að höfundurinn hefur lækk-
að ritlaun sin niður í kr. 2500,00
lágmark, en hámark kr. 10.000,00
miðað við að allt upplagið seldist.
En nú er vist kominn tími til að
útgáfufyrirtækið taki þátt i um-
ræðunum. Hér er nefnilega um að
ræða ráðstöfun á opinberu fé,
vegna innkaupafyrirkomulagsins.
Ég endurtek lýsinguna á bók-
inni: Hún er 160 bls. og brotið 17x
18 cm. með þriggja línu erindum á
153 bls. Það gerir 459 línur. Ef við
reiknum með 4 orðum í línu verð-
ur orðafjöldinn 1836.
Spurning mín er nú:
Getum við fengið upplýsingar
um prentunarkostnaðinn á „spor,
snö“? Ef hann í raun og veru nálg-
ast kr. 20.000,00 hygg ég að ástæða
væri fyrir verðlagseftirlitið að at-
huga málið.
Til samanburðar má taka aðra af
bókum ársins:
Ég hef í ár annazt nýja útgáfu af
klassískum norskum höfundi. Bók-
in er 238 prentaðar síður og ég get
ímyndað mér að textinn sé nálægt
90.000 orðnm. Með 8000 kr. styrk
frá Menningarsjóðnnm (ekki inn-