Eimreiðin - 01.01.1971, Side 68
64
EIMREIÐIN
í h'erbergið. Svo var rennt í botn
með velþóknun.
Hann hafði aldrei lært að drekka
af stút. Það var liður í viðhaldi við-
sjállar sjálfsvirðingar.
Hann hallaði sér á ný og kross-
lagði handleggina á brjóstinu.
Lygndum augunr lá liann svona
og hugsanirnar sópuðust, — þyrl-
uðust, að lionum á ný.
Peninga skykli hann fá.
Þetta lielvítis drasl skyldi glápa
úr sér glyrnurnar, þegar hann opn-
aði veskið. Hann ætlaði að heim-
sækja þau öll. Öll með tölu. Hvert
og eitt. Lesa yfir hausamótunum
á þeirn.
Og svo ætlaði hann að safna
þ'eim saman. Á fínasta lióteli borg-
arinnar. Bjóða öllum. Halda
veizlu. Samkvæmisklæðnaður. Kon-
unglegar veitingar. Matur.
Hann skyldi vera vingjarnlegur,
elskulegur, lieillandi.
Svo, allt í einu, átti hið ógnvekj-
andi þrumuveður að skella á.
Það skyldi fá að standa nakið
frammi fyrir sínum eigin lítilmót-
leika. Það skyldi hristast og skjálfa,
já nötra, í ískulda reiðinnar, sem
hann ætlaði að ausa yfir þau.
Hugsunin varð þokukennd og
honum var farið að reynast erfitt
að halda saman þessum ákafa-
miklu hugsanabrotum, sem hrönn-
uðust upp í höfði hans.
Hann strauk hendinni þreytu-
lega yfir ennið og augun.
Var svefninn á næsta leiti? Æ
kannski.
Nei, lrann skyldi ausa peningum
út á gólfið, liandfylli eftir lrand-
fylli og svo ætlaði hann að hlæja
brjálæðislega, já öskra, þegar hann
sæi svínin fara að skríða eftir gólf-
inu og krafsa eftir Seðlunum.
Og aftur skyldi hann ausa Jreim
út, meira, Jrangað til froðufellandi
og ýlfrandi ófreskjurnar veltust
um salina í leit að enn einum Jrús-
undkallinum.
Frá H O N U M !
Og ennþá einu sinni ætlaði
hann að taka handfylli og Jreyta
yfir Jressa slímugu maðka. Þeyta
Jreim yfir allt.
Svona!
Hægri liandleggurinn sveiflaðist
kröftugl'ega út í loftið, í stórum
sveig.
Flaska rauk um koll, glas Jreytt-
ist út á gólf.
Bréfið byrjaði að drekka í sig
dökkt vínið, sem rann út um borð-
ið. Fyrst eitt hornið, svo breyddist
Jrað út og innan stundar var það
gegnvott. Nafn lians á umslaginu
tók að leysast upp og varð að lok-
um að einni, ólæsilegri blekklessu.
Skammdegishúmið læddist að
húsinu og hvarf inn um glugga á
herbergi sofandi manns.
En langt í suðri, yfir Keili, yfir
Eldey, risu háar, sildfraðar skýja-
borgir, laugaðar köldu, rauð-
gullnu skini hnígandi sólar.