Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1971, Blaðsíða 38

Eimreiðin - 01.01.1971, Blaðsíða 38
34 EIMREIÐIN Skipti því mestu, hvað fengið er þessum tækjurn til flutnings, og muni það ráða sköpum um, hvort útvarp er notað til góðs eða ills. Útvarpstæknin gegnir nú svo miklu hlutverki í lífi þjóðanna, að fram 'eru komnar aðrar hugmyndir um eðli þessa undratækis. Frægasti „heim- spekingur útvarpsins" ef svo má að orði komast, er kanadiski prófessor- inn Marshall McLuhan. Hann liefur sett fram mjög nýstárlegar kenn- ingar, sem vakið hafa athygli um allan heim og miklar deilur. McLuhan segir, að þær aðferðir, sem menn hafi liaft til að hafa sam- band sín á milli, hafi frá upphafi vega mótað hugsanir þeirra og at- hafnir og þar með líf þeirra allt. Á þessari staðhæfingu byggir hann þá skoðun, að prentlistin, ritsíminn, útvarpið, sjónvarpið og önnur fjöl- miðlunartæki séu ekki dauð tækni í sjálfu sér, heldur liafi þessi tæki með tilvist sinni mótað manninn og breytt honum. Miðillinn er málið — Tlie Medium is the Message — segir McLtdian. Félagslræðingar rnunu án efa gera sér grein fyrir því, að hljóðvarp og sjónvarp eru 'ekki aðeins dauð tæki, er flytja það orð, sem í þau er látið. Þessi tæki hafa á margvíslegan hátt gerbreytt daglegu lífi okkar, ger- breytt viðhorfum okkar til umheimsins og sjálfra okkar. Áhrif þessara nútíma fjölmiðlunartækja eru miklu meiri, en marka má af því, hvort við trúum öllu sem okkur er sagt í sjónvarpinu eða hljóðvarpinu eða ekki. Rannsóknir á hinum félagsl'egu afleiðingum hljóðvarps og sjónvarps hér á lancli eru rétt að hefjast. Ríkisútvarpið hefur gert fyrstu könnun sína, og er verið að vinna úr gögnum, sem íengust frá nokkur liundruð hlustendum hljóðvarps og áhorfendum sjónvarps. Slíkum rannsóknum verður að halda áfram, enda er fámenn þjóð á eylandi tilvalin tilrauna- stofa í félagslegum og menningarlegum efnum. Við íslendingar höfum lagt mikið í sölurnar til að gera Ríkisútvarpið að voldugu tveggja arma fjölmiðlunartæki. Það hefur tekizt vonurn framar að koma dagskránum til svo að segja allra landsmanna, þótt þeir séu dreifðir um víðlent og torfarið land. Nú starfar einn af hverju þúsundi landsmanna við hljóðvarp og sjón- varp, og er þá ekki með talin sala og þjónusta viðtækja. Þetta er helm- ingi fleira fólk að tiltölu en starfar við sænska liljóðvarpið og sjónvarp- ið. Þó getur starfsliðið 'ekki færra verið og verður að fjölga á næstu ár- um, enda eru dagskrárnar hvað lengd og gæði snertir ekki langt að baki frændþjóðum eins og Dönurn og Norðmönnum. Fjölmiðlunartækin, sérstaklega liljóðvarp og sjónvarp móta líf okkar að veigamiklu leyti. Þ'ess vegna er þýðingarmikið, að vel sé búið að Rík- isútvarpinu og vandað til alls, sem það gerir. Það verður að liafa gott samband við þjóðina, njóta trausts hennar, og starfa af góðum hug fyrir minnihluta jafnt sem meirihluta. Ríkisútvarpið verður að vera í fram-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.