Eimreiðin - 01.01.1971, Qupperneq 48
flskan
Smásaga
eftir
Ronald Ögmund Símonarson
Dimm og þögul, döggvot, nótt-
in umlukti gamla tvílyfta timb-
urhúsið á hæðinni. Allt um
kring hvíslaði hrá hafgolan nap-
urlega i laufi trjánna. Veikum
flöktandi bjarma af arineldi sló
á smárúðótta glugga bókasalar-
ins á efri hæðinni, og kastaði
birtu á þúsundir rykugra bóka.
Við gluggann stóð gamli sagn-
fræðingurinn og horfði þreytu-
legurn augum út í svartnættið, í
gegn um spegilmynd sjálfs sín.
Við sjóndeildarhringinn þar sem
sorti himins og jarðar hefðu að
venju átt að renna saman sló
óhugnalegri skímu um hvelf-
inguna.
Styrjöldinni var að fullu lok-
ið. Aðeins verstu hægfara afleið-
ingar hennar voru ókomnar, —
brátt yrði allt á enda. Upphaf
hennar, skelfilegt og óvænt eins
og kúla launmorðingja, liafði
orðið að veruleika fyrir tæpum
fjórum sólarhringum síðan. Fyr-
irvaralaust giæip ægiafl jötna-
sprengja í tauma þróunarinnar
og bruddi borgir og sveitir í eld-
kjafti sínum. Öllum vonar-
draumum kynslóðanna hafði á
tæknilega velheppnuðu augna-
bliki verið breytt í raunveru-
leika yfirþyrmandi tortímingar,
og einu tárin sem féllu var kalt
og mengað regnið, sem víðs veg-
ar um heim skolaði öskunni af
limlestum líkömum, innan um-
gjarðar óslitinna rústa og eyði-
leggingar.
Þeim þrúgandi doða skelfing-
ar og magnvana reiði sem lagð-
ist eins og mara yfir sál hans og
líkama, var fyrst nú að létta, og
hugsanir hans að færast til skipu-
legs jafnvægis á ný. Útvarps-
útsendingar frá ýmsum löndum
gátu einungis gefið óljósar frétt-
ir í þá átt, að liinar fjarstýrðu
stírðsvélar stórveldanna höfðu af
ókunnum ástæðum skyndilega
tekið að tefla ómennskan skák-
leik með menningu og mannkyn
að veði. En útvarpsstöðvarnar