Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1971, Page 10

Eimreiðin - 01.01.1971, Page 10
6 EIMREIÐIN lendis. Sögur ganga um, að á hverjum ferjustað og hjá hverju vaði séu draugar, sem villi um fyrir ferðamönnum. Þess vegna liafi svo margir drukknað í ánni, sem raun her vitni, sumir segja 18 aðrir 20. Vor er komið eftir snjóléttan vetur. Mestu leysingar eru um garð gengnar, túnin á árbökkun- um eru farin að grænka, og áin er orðin meinleysisleg. Komið er kvöld, logn og heiðskírt og kvöldroði á vesturfjöllum. í grónu jarðfalli á árbakkan- um sitja piltur og stúlka. Þau voru vinnuhjú í Árbug árið sem leið. Nii er hann að fara en hún verður kyrr. Þetta er kveðju- stund, hljóð og blandin trega. Hann hefir ráðist vinnumaður hjá stórbónda á neðsta bæ við ána, fær þar hærra kaup og ýmis fríðindi. Við það eru bundnar miklar vonir og framtíðardraum- ar, en sárt er að skilja og sjást ef til vill ekki aftur fyr en í réttun- um um haustið. Það er langur tími, langur reynslutími vonar og kvíða. — Mundu mig um að fara var- lega, ef þú þarft að ferja yfir ána, segir stúlkan lágt, en með áherzlu. — Ég er ekki hræddur við ána, segir hann. Sjáðu hvað hún er fögur núna. Hún brosir við okk- ur og aldrei verður okkur mein að henni. — Já, núna er hún fögur, segir hún en þú veizt að hún getur umturnast í einum svip. — Við skulum ekki hugsa um Jjað á Jjessari stund, segir hann. Svo verður þögn. Stúlkan held- ur annari höndinni um hálsinn á honum, en með hinni reytir lnin sinu ósjálfrátt og starir út á ána. Svo segir hún eins og ann- ars hugar. — Ég hefi oft verið að hugsa um ána undanfarna daga, setið hérna og horft á hana. Og þá hefir mér komið í hug, að áin eigi að vera tengiliður milli okk- ar á meðan við sjáumst ekki, hún eigi að bera hugsanir mínar og kveðjur til þín á hverjum degi. Éinnst þér Jrað barnalegt? — Nei, svaraði hann, áin skal vera mér boðberi frá þér. Ég skal ganga að henni á hverjum degi og reyna að heyra rödd Júna í niði hennar. Hann faðmaði hana að sér. En hún reif sig úr faðmi hans eins og hún væri hrædd. — Við megum ekki vera hér lengur, sagði hún, einhver get- ur komið að okkur. En einu verðurðu að lofa mér áður en við skiljum. Þú mátt ekki segja ein- um einasta manni frá Jrví, að við séum trúlofuð. Ef Jrað bærist hingað, þá yrði mér ólíft á heim- ilinu, þú veizt hvernig það er. — Því get ég lofað, sagði hann. — Kysstu mig þá því til stað-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.