Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1971, Blaðsíða 10

Eimreiðin - 01.01.1971, Blaðsíða 10
6 EIMREIÐIN lendis. Sögur ganga um, að á hverjum ferjustað og hjá hverju vaði séu draugar, sem villi um fyrir ferðamönnum. Þess vegna liafi svo margir drukknað í ánni, sem raun her vitni, sumir segja 18 aðrir 20. Vor er komið eftir snjóléttan vetur. Mestu leysingar eru um garð gengnar, túnin á árbökkun- um eru farin að grænka, og áin er orðin meinleysisleg. Komið er kvöld, logn og heiðskírt og kvöldroði á vesturfjöllum. í grónu jarðfalli á árbakkan- um sitja piltur og stúlka. Þau voru vinnuhjú í Árbug árið sem leið. Nii er hann að fara en hún verður kyrr. Þetta er kveðju- stund, hljóð og blandin trega. Hann hefir ráðist vinnumaður hjá stórbónda á neðsta bæ við ána, fær þar hærra kaup og ýmis fríðindi. Við það eru bundnar miklar vonir og framtíðardraum- ar, en sárt er að skilja og sjást ef til vill ekki aftur fyr en í réttun- um um haustið. Það er langur tími, langur reynslutími vonar og kvíða. — Mundu mig um að fara var- lega, ef þú þarft að ferja yfir ána, segir stúlkan lágt, en með áherzlu. — Ég er ekki hræddur við ána, segir hann. Sjáðu hvað hún er fögur núna. Hún brosir við okk- ur og aldrei verður okkur mein að henni. — Já, núna er hún fögur, segir hún en þú veizt að hún getur umturnast í einum svip. — Við skulum ekki hugsa um Jjað á Jjessari stund, segir hann. Svo verður þögn. Stúlkan held- ur annari höndinni um hálsinn á honum, en með hinni reytir lnin sinu ósjálfrátt og starir út á ána. Svo segir hún eins og ann- ars hugar. — Ég hefi oft verið að hugsa um ána undanfarna daga, setið hérna og horft á hana. Og þá hefir mér komið í hug, að áin eigi að vera tengiliður milli okk- ar á meðan við sjáumst ekki, hún eigi að bera hugsanir mínar og kveðjur til þín á hverjum degi. Éinnst þér Jrað barnalegt? — Nei, svaraði hann, áin skal vera mér boðberi frá þér. Ég skal ganga að henni á hverjum degi og reyna að heyra rödd Júna í niði hennar. Hann faðmaði hana að sér. En hún reif sig úr faðmi hans eins og hún væri hrædd. — Við megum ekki vera hér lengur, sagði hún, einhver get- ur komið að okkur. En einu verðurðu að lofa mér áður en við skiljum. Þú mátt ekki segja ein- um einasta manni frá Jrví, að við séum trúlofuð. Ef Jrað bærist hingað, þá yrði mér ólíft á heim- ilinu, þú veizt hvernig það er. — Því get ég lofað, sagði hann. — Kysstu mig þá því til stað-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.