Eimreiðin - 01.01.1971, Qupperneq 66
62
EIMREIÐIN
Var til eitthvað annað og meira,
en að vinna fyrir laun? Var liægt að
berja upp freðna jörð, skjálfandi á
götum úti, fyrir annað en peninga?
„Aumingja fólkið“ hafði sá gamli
sagt.
Það var lilýtt á skrifstofunni
þ'ennan dag. Hitaveitan var í lagi.
En honum leið illa. Hlýjan vildi
ekki inn í líkamann — sálina, öllu
heldur.
Hann liandlék pappírinn þann
dag með áður óþekktum óhug. Var
hann maður? Karlmaður? Eða var
það gamli maðurinn á götunni,
sem var það? Hvað var hann þá
sjálfur?
Ósjálfrátt leitaði hann svarsins
með því að líta út um gluggann og
gefa gætur að því, hvernig verk-
inu miðaði áfram. En það kom
ekkert svar.
Eitthvað ásótti hann meira og
meira, eftir því sem á daginn leið.
Um fjögurleytið henti liann frá sér
skjölunum og reikningunum, hall-
aði sér aftur á bak í þægilegan
skrifstofustólinn og spennti greip-
ar. Svo leit liann á hvítar mjúkar
hendurnar, pappírinn á borðinu
og hendurnar aftur. Þannig sat
hann góða stund og ruglingslegar
hugsanir fóru um huga hans. Svo
stóð hann snögglega upp, kveikti
sér í sígarettu og fór að ganga um
gólf. Samstarfsfólkið var farið að
gefa honum gætur. Þegar liann
varð þess var, þoldi hann ekki við
þarna lengur. Hann tautaði eitt-
hvað óljóst um að hann væri víst
lasinn, lagaði lauslega til á skrif-
borðinu sínu og hafði sig síðan út.
Hann stanzaði á götunni og
horfði um stund á gamla mann-
inn, s'em ennþá var að pjakka.
Hann stóð nú í rúmlega mittis-
djúpum skurði, niðursokkinn í
verk sitt. Hann gekk nær.
„Jæja, hefurðu fundið stífluna?
Öll viðbrögð gamla mannsins
voru sem endurtekning frá morgn-
inum.
Hér varð hlé á þessari upprifj-
un. Glasið var tæmt í einum hressi-
legum teyg. Fyllt aftur. Hver
fjandinn! Bara þriðjungur eftir í
flöskunni. Bráðum tóm. Botn.
„Botn heitir burðugur sveinn“
sagði kerlingin í ævintýrinu um
smjörtunnuna.
Nei, hvað var þetta? Var hann
farinn að kippa?
Og nú flissaði hann út í loftið.
Hvað var hann annars að hugsa
um? Jú, nú mundi hann það.
Gamli karlinn í skurðinum. Við-
bragðið eins og endurtekning frá
morgninum. Morgni lífsins?
Kannski.
Nei, nú var liann farinn að rugla
aftur. Ekki finna á sér, bara bæta
heilsuna, skipuleggja.
Og nú varð honum ljóst, að
hann átti ekkert til að blanda með.
Jæja, bara dræ, gerir ekkert.
Bara fara varlega. Og hugsunar-
laust kom einn sopi þessu til stað-
festingar.
Já, en hvað hafði nú skeð svo?
Látum oss sjá. Jú, hann hafði
farið á bar um kvöldið. Og daginn
eftir. Þetta varð vika.
Svo hafði hann hringt á skrif-
stoluna og sagt, að hann kæmi ekki