Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1971, Blaðsíða 66

Eimreiðin - 01.01.1971, Blaðsíða 66
62 EIMREIÐIN Var til eitthvað annað og meira, en að vinna fyrir laun? Var liægt að berja upp freðna jörð, skjálfandi á götum úti, fyrir annað en peninga? „Aumingja fólkið“ hafði sá gamli sagt. Það var lilýtt á skrifstofunni þ'ennan dag. Hitaveitan var í lagi. En honum leið illa. Hlýjan vildi ekki inn í líkamann — sálina, öllu heldur. Hann liandlék pappírinn þann dag með áður óþekktum óhug. Var hann maður? Karlmaður? Eða var það gamli maðurinn á götunni, sem var það? Hvað var hann þá sjálfur? Ósjálfrátt leitaði hann svarsins með því að líta út um gluggann og gefa gætur að því, hvernig verk- inu miðaði áfram. En það kom ekkert svar. Eitthvað ásótti hann meira og meira, eftir því sem á daginn leið. Um fjögurleytið henti liann frá sér skjölunum og reikningunum, hall- aði sér aftur á bak í þægilegan skrifstofustólinn og spennti greip- ar. Svo leit liann á hvítar mjúkar hendurnar, pappírinn á borðinu og hendurnar aftur. Þannig sat hann góða stund og ruglingslegar hugsanir fóru um huga hans. Svo stóð hann snögglega upp, kveikti sér í sígarettu og fór að ganga um gólf. Samstarfsfólkið var farið að gefa honum gætur. Þegar liann varð þess var, þoldi hann ekki við þarna lengur. Hann tautaði eitt- hvað óljóst um að hann væri víst lasinn, lagaði lauslega til á skrif- borðinu sínu og hafði sig síðan út. Hann stanzaði á götunni og horfði um stund á gamla mann- inn, s'em ennþá var að pjakka. Hann stóð nú í rúmlega mittis- djúpum skurði, niðursokkinn í verk sitt. Hann gekk nær. „Jæja, hefurðu fundið stífluna? Öll viðbrögð gamla mannsins voru sem endurtekning frá morgn- inum. Hér varð hlé á þessari upprifj- un. Glasið var tæmt í einum hressi- legum teyg. Fyllt aftur. Hver fjandinn! Bara þriðjungur eftir í flöskunni. Bráðum tóm. Botn. „Botn heitir burðugur sveinn“ sagði kerlingin í ævintýrinu um smjörtunnuna. Nei, hvað var þetta? Var hann farinn að kippa? Og nú flissaði hann út í loftið. Hvað var hann annars að hugsa um? Jú, nú mundi hann það. Gamli karlinn í skurðinum. Við- bragðið eins og endurtekning frá morgninum. Morgni lífsins? Kannski. Nei, nú var liann farinn að rugla aftur. Ekki finna á sér, bara bæta heilsuna, skipuleggja. Og nú varð honum ljóst, að hann átti ekkert til að blanda með. Jæja, bara dræ, gerir ekkert. Bara fara varlega. Og hugsunar- laust kom einn sopi þessu til stað- festingar. Já, en hvað hafði nú skeð svo? Látum oss sjá. Jú, hann hafði farið á bar um kvöldið. Og daginn eftir. Þetta varð vika. Svo hafði hann hringt á skrif- stoluna og sagt, að hann kæmi ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.