Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1971, Side 61

Eimreiðin - 01.01.1971, Side 61
57 GJÖF HANDA ALÞÝÐUMANNI var honum einmitt farið að þykj a vænt um litla hópinn sinn, og næsta mánudag var von á nýjum hóp og þá varð hann að hefja verk sitt frá byrjun á nýjan leik. Hann settist á sinn venjulega stað við matborðið, en við enda þess skipaði hann forsæti í hópnum sínum. Hann virtist eitthvað utan við sig og svaraði þrálátum spurn- ingum ungfrú Midge með óljósum eins atkvæðis orðum. Allt í einu varð honum litið á matseðilinn og hann flýtti sér að flytja hann til næsta manns. Sjálfur kunni hann hann utanbókar. í sömu andránni kom dyravörð- urinn inn, húfulaus með græna svuntu og berandi símskeyti á silfurbakka. Hann gekk rakleitt til leiðsögumannsins. Andlit Van Loss var uppmáluð undrun. Hann lyfti skeytinu varfærnislega og skoðaði það í krók og kring. Allra augu einblíndu á hann. Menn veittu því athygli að hönd hans titraði örlítið og að hann var bersýnilega hrædd- ur við að opna skeytið. „Ég vona“ mælti frú Pettigren og var órótt, „að þetta séu engar slæmar fréttir." „Það vona ég innilega", svaraði Van Loss. Eftir dálítið hik opnaði liann skeytið, breiddi það vand- lega út fyrir framan sig og las inni- haldið. Gleðibros færðist smásaman yfir ásjónu hans. „Þetta eru góð tíðindi", sagði hann og veifaði bréfinu í hring- prýddri,holdugri hendi sér. „Vin- ir mínir, ég á afmæli í dag. Ég var búin að gleyma því, en konan mín“. — Hann kyssti skeytið ákaf- lega og leit á áheyrendur sína — „konan mín, hún gleymir því ekki og hún sendir mér heillaóskir." Áheyrendur hans komust ber- sýnilega við af þessu tákni um kvenlega tryggð. „Ó hr. Van Loss,“ sagði frú Pennefather, sem sat við hinn enda borðsins, „við verðum endilega að gefa yður afmælisgjöf. Þér hafið verið svo yndislega góður og hjálpsamur.“ Van Loss hristi höfuðið ákaflega og veifaði höndunum af mikilli ákefð eins og hann væri að banda frá sér ósýnilegum þyrnum. „Nei, nei“ sagði hann, „það er ekki hægt. Það er starf mitt að gæta gesta minna, og gjöfum get ég ekki veitt móttöku." Frú Craneswater, sem gortaði af því að vera hagsýn, kom nú til að- stoðar. „En hr. Van Loss, þetta er alveg sérstakt tileíni, þetta er af- mæli. Þér farið ekki að neita okk- ur um að taka á móti smágjöf. Ég veit að okkur langar öll til þess. Eða er ekki svo“, bætti hún við og leit á alla viðstadda. Það var ein- róma samþykkt. Van Loss virtist verða glaður en þó undrandi. „Vinir rnínir" sagði liann. „Ég er mjög hrærður. Slíkri góðvild, slíkum höfðingsskap er ekki hægt að hafna. En ekki mér til handa eins og þið skiljið. En fyr- ir hönd konu minnar gæti ég tek- ið á móti smágjöf. Hana hefir ávallt langað til að eignast spegil, á skápinn sinn, það er útskorinn skápur. Slíkan spegil hefir hana ávallt langað til að eignast“.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.