Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1971, Blaðsíða 64

Eimreiðin - 01.01.1971, Blaðsíða 64
60 EIMREIÐIN skipulagninguna, livar hún átti að byrja: fá sér gott starf, fast starf. Vinna. Laun. Það fór fínn hrifingarstraumur um líkama hans, þegar jtessi þáttur skipulagsins hafði farið rækilega gegnum heilabúið og hlotið stað- festingu. En nú rámaði hann í, að einhver hefði sagt, að enginn hefði orðið meiri af vinnu einni saman. Bull, auðvitað. Vinna göfgar manninn, segja þeir. Að sjálfsögðu, augljóst mál. Og hún getur gefið peninga og, 'ef vel tekst til, álit. Það hafði hann séð um dagana, að vinna gat skapað einum manni álit, jafnvel þó ekkert annað gæti gert það. Og þetta átti að ske — hvort tveggja. En vinna. ..? Hann hafði jú fyrr ...... En hvað unt það? Hann hafði alltaf verið óheppinn. Hver maður verður að fá þá vinnu, er svarar til hæfileika lians og kunn- áttu. Og laun líka. Og nú skyldi hann finna það rétta, jafnvel þó það tæki tíma, langan tíma. Þennan þátt skipulagsins inn- siglaði hann með því að teygja út höndina 'eftir glasinu og fá sér einn lítinn — og virulegan — eins og þeim einum er lagið, sem hættur er að . . . . Jæja. Höndin skalf ekki lengur, ekki teljandi. En borðið var samt við sig. Það ruggaði örlítið, þegar hann setti glasið aftur á borðið og ósjálf- rátt studdi hann fingri á flöskuna, eins og hann byggist við, að hún mundi ramba um koll. En það var engin hætta á ferðum. Hún var meira en liálf, nokkuð svo stöðug ’ennþá. Svo hallaði liann sér aftur að veggnum og aftur leituðu augu hans upp á vegginn á móti. Ekki af því, að liann byggist við að sjá þar eitthvað, sem hann hefði ekki séð áður, eða vert væri að liorfa á. Hann vissi fyrir löngu að svo var ekki. Það var bara svolítil hvíld fyrir augun að horfa á myndlaust, óhreint veggfóðrið, götugt hingað og þangað eftir nagla, sem fyrri leigjendur liöfðti rekið í vegginn, til að h'engja kjánalegar fjölskyldu- myndir á, eða hver veit hvað. Hill- ur kannski — eða lampa. Hann hafði ekki neinar myndir á veggj- um. Hann þoldi ekki að glápa á fjölskyldumyndir. Ekki svo að skilja, að hann ætti ekki myndir. Þær voru bara í tösk- unni undir rúminu. Gömlu brúnu pappatöskunni, sem nú hafði fylgt honum í fimmtán ár. Bráðum sextán. Hann liafði tekiðliana með sér í bæinn, þegar hann byrjaði í Menntaskólanum. Þá var hún ný og fín, full af hreinum, góðum föt- um, myndum, jteim sömu og enn- jtá lágu í li'enni, dálitlum pening- um og stórum vonum í mynd kennslubókanna, sem hann hafði lesið heima um sumarið og hann tók nú með sér í skólann. í skól- ann! Það hnusaði lítið eitt í hon- um. Þessar endurminningar höfðu flogið gegnttm huga hans á einu andartaki. Já, látum oss sjá. Hvar var hann nú? Jú, skipuleggja, einmitt. En nú var jiað bara spurningin:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.