Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1971, Blaðsíða 32

Eimreiðin - 01.01.1971, Blaðsíða 32
28 EIMREIÐIN lega hjálp, ákveðin kaup á tækjum, ráðið starfsfólk og það sent til þjálf- unar í öðrum löndum. Danska sjónvarpið hélt sérstakt námskeið fyrir ís- lenzkt sjónvarpsfólk, Svíar lánuðu hingað stóran sjónvarpsvagn, Norð- menn og Finnar lögðu fram sérfræðinga og tæki. ‘ Tvö ár eru ekki langur tími til undirbúnings, en haustið 1966 hóf sjónvarp Ríkisútvarpsins útsendingu, og þarf vart að segja sögu þess lengra, eftir það þekkja landsmenn hana meira eða minna af eigin raun. Það er af Keflavíkurmálum að segja, að deilur um sjónvarpsstöðina TFK fóru sífellt harðnandi, og kom jafnvel til útvarpsumræðna um málið á alþingi. Landsfeður höfðu af málinu miklar áhyggjur og hygg ég, að íslenzk stjórnvöld hefðu fundið á því lausn, ef Ameríkumenn hefðu ekki sjálfir orðið fyrri til. Um þessar mundir var bandarískur ambassador í Reykjavík James K. Penfield, en yfirforingi varnarliðsins Ralph Weymouth aðmíráll. Er það mál kunnugra, að vart hafi verið í þessum stöðum tveir menn, sem voru íslandi vinsamlegri en þessir. Penfield ambassador liafði lært að taka í nefið og bauð mönnum úr dósurn sínum, er hann spurði tíðinda. Weymouth aðmíráll fékk sér jeppa og þaut á honum um fjöll og firn- indi með konu og barnahóp. Það var eins líklegt að hitta hann í fjörunni við Garðskagavita eins og í veizlusölum Reykjavíkur. Þessir menn höfðu þrautrætt sjónvarpsmálið við íslenzka ráðamenn, og nú tóku þeir af skarið. Aðmírállinn tilkynnti, að jafnskjótt og ís- i lenzkt sjónvarp tæki til starfa, yrði hið ameríska að takmarkast við Keflavíkurflugvöll. Benti hann á reglur frá Washington, sem kveða svo á, að hersjónvarp megi ekki reka í samkeppni við borgaralegar stöðvar af viðskiptaástæðum. Þegar íslenzka sjónvarpið lauk tilraunasendingum sínum og tók upp reglulega sex daga dagskrá, var Keflavíkurstöðin takmörkuð við flug- völlinn. III Þannig er í mjög stuttu máli sagan af því, hvernig sjónvarp barst til íslands. Þetta er sérkennileg, raunar næsta furðuleg saga. Erlendir og innlendir Jjræðir flækjast saman — svo að um skeið varð úr næsta óleys- anlegur hnútur. Hvaða skoðun, sem rnenn kunna að hafa haft í sjón- varpsdeilunum, er rétt að minnast þess lærdóms úr fornri sögu þjóðar- innar, að það er varhugavert ef þjóðin er sundruð innbyrðis í skipt- um við erlenda aðila. Ríkisútvarpið leiddi sjónvarpsdeiluna hjá sér svo sem það framast gat, en einbeitti hér að því verkefni að koma á fót íslenzku sjónvarjri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.