Eimreiðin - 01.01.1971, Qupperneq 32
28
EIMREIÐIN
lega hjálp, ákveðin kaup á tækjum, ráðið starfsfólk og það sent til þjálf-
unar í öðrum löndum. Danska sjónvarpið hélt sérstakt námskeið fyrir ís-
lenzkt sjónvarpsfólk, Svíar lánuðu hingað stóran sjónvarpsvagn, Norð-
menn og Finnar lögðu fram sérfræðinga og tæki. ‘
Tvö ár eru ekki langur tími til undirbúnings, en haustið 1966 hóf
sjónvarp Ríkisútvarpsins útsendingu, og þarf vart að segja sögu þess
lengra, eftir það þekkja landsmenn hana meira eða minna af eigin raun.
Það er af Keflavíkurmálum að segja, að deilur um sjónvarpsstöðina
TFK fóru sífellt harðnandi, og kom jafnvel til útvarpsumræðna um
málið á alþingi. Landsfeður höfðu af málinu miklar áhyggjur og hygg
ég, að íslenzk stjórnvöld hefðu fundið á því lausn, ef Ameríkumenn
hefðu ekki sjálfir orðið fyrri til.
Um þessar mundir var bandarískur ambassador í Reykjavík James K.
Penfield, en yfirforingi varnarliðsins Ralph Weymouth aðmíráll. Er það
mál kunnugra, að vart hafi verið í þessum stöðum tveir menn, sem
voru íslandi vinsamlegri en þessir. Penfield ambassador liafði lært að
taka í nefið og bauð mönnum úr dósurn sínum, er hann spurði tíðinda.
Weymouth aðmíráll fékk sér jeppa og þaut á honum um fjöll og firn-
indi með konu og barnahóp. Það var eins líklegt að hitta hann í fjörunni
við Garðskagavita eins og í veizlusölum Reykjavíkur.
Þessir menn höfðu þrautrætt sjónvarpsmálið við íslenzka ráðamenn,
og nú tóku þeir af skarið. Aðmírállinn tilkynnti, að jafnskjótt og ís- i
lenzkt sjónvarp tæki til starfa, yrði hið ameríska að takmarkast við
Keflavíkurflugvöll. Benti hann á reglur frá Washington, sem kveða svo
á, að hersjónvarp megi ekki reka í samkeppni við borgaralegar stöðvar
af viðskiptaástæðum.
Þegar íslenzka sjónvarpið lauk tilraunasendingum sínum og tók upp
reglulega sex daga dagskrá, var Keflavíkurstöðin takmörkuð við flug-
völlinn.
III
Þannig er í mjög stuttu máli sagan af því, hvernig sjónvarp barst til
íslands. Þetta er sérkennileg, raunar næsta furðuleg saga. Erlendir og
innlendir Jjræðir flækjast saman — svo að um skeið varð úr næsta óleys-
anlegur hnútur. Hvaða skoðun, sem rnenn kunna að hafa haft í sjón-
varpsdeilunum, er rétt að minnast þess lærdóms úr fornri sögu þjóðar-
innar, að það er varhugavert ef þjóðin er sundruð innbyrðis í skipt-
um við erlenda aðila.
Ríkisútvarpið leiddi sjónvarpsdeiluna hjá sér svo sem það framast
gat, en einbeitti hér að því verkefni að koma á fót íslenzku sjónvarjri.