Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1971, Blaðsíða 41

Eimreiðin - 01.01.1971, Blaðsíða 41
ÍSLANDS HRAFNISTUMENN 37 Verkið hálfnað: Hann er nú ekki eins jafn og í síðasta hali, hummm? Ekkert svar, enda ekkert svar til. Það líður að lokum: Bölvað rusl erðetta. Það liefur nú aldrei verið svona andskoti aumt. í sjóinn meðða. Svo hverfa þeir niður í lúk- arinn, einn af öðrum, hetjurnar, humarveiðimennirnir. Fyrstur fer kokkurinn, tannlaus og gild- ur eins og ólétt kona; vélstjórinn, gulur af áragamalli olíu; stýri- maðurinn, grannur og sveigjan- legur, útlenzkur maður; annar vélamaður, með brúnt hár, brún augu, mórautt lundarfar; skip- stjórinn, grár í framan og geð- góður; blókin, langur, skrúfin- hærður, fölur og rýr. Sex af fs- lands hrafnistumönnum, haa? Étiði, segir kokkurinn og fleig- ir beinakexi á borðið. Svo er bitið og brotið og sötr- að kolsvart kaffi. Ekkert annað með kaffinu, spyr blókin ólundarlega ofaní skítugan fantinn. Ég held aððetta sé nógu gott í helvítis kjaftinn á ykkur, svarar kokkurinn og rennir fram hök- unni, til að missa ekki af fall- andi sultardropa, nær honum, smjattar, stendur upp, lagar kviðinn og slæmir til annarri hendinni sem lendir inni í skáp og dregur þaðan fram plastpoka og fleygir í blókina. Kaffi skvettist á kexdallinn. Blókin virðir fyrir sér pokann. Kremkex, tautar hann og fleigir honum óáteknum í dall- inn á borðinu og beinakexið flæðir yfir borðið. Af hverju kaupirðu ekki jóla- köku, kokksi? segir þá annar vélamaður og horfir brúnum augum yfir kexið. Kex, kex, aldrei annað en kex, þetta djöf- uls ómeti, sem kleprap í kjaftin- um á manni. Það er fullgott í andlitið á þér. Nei. Jú- Þú gætir nú haft jólaköku. Nei. Af hverju ekki? Þær eru dýrari. Dýrari?? Já ég sagði það. Það getur ekki verið. Heldurðu að ég vitiða ekki betur en þú? Hvernig getur staðið á því að þær eru dýrari? Ég get sagt þér hvernig stend- ur á því. Nú? Já, það stendur þannig á því að . . . . að þær eru dýrari. Jæja. Já, og haltu svo kjafti. Japl, sötur, orðvana áhöfn. Einn stendur upp, tveir, þrír hverfa þeir upp úr lúkarnum, einn til að toga tveir til að sofa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.