Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 11
SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR OG
KRISTÍN LILJA GARÐARSDÓTTIR
Uppeldishættir foreldra og sjálfsálit
ungsfólks á aldrinum 14 og 21 árs
í langtímarannsókn pessari eru tengsl á milli uppeldishátta foreldra og sjálfsálits ungmenna
athuguð. Ungmennunum, sem eru reykvísk, varfylgt eftirfrá 14 ára til 21 árs aldurs. Þátt-
takendur þessarar rannsóknar voru 485 (60% stúlkur). Uppeldishættir voru flokkaðir ífernt:
(1) viðurkenning og mikil samheldni, (2) viðurkenning og lítil samheldni, (3) sálræn stjórn
og mikil samheldni, (4) sálræn stjórn og lítil samheldni. Tekið var tillit til áhrifa stéttarstöðu
foreldra, kynferðis og lundernis ungmennanna. Niðurstöður benda til að peir unglingar sem
telja sig búa við viðurkenningu og mikla samheldni (nr. 1) við 14 ára aldur hafi besta sjálfs-
álitið á peim aldri. í kjölfariðfylgja peir sem telja sig búa við viðurkenningu og litla sam-
lieldni (nr. 2), pá peir sem búa við sálræna stjórn og mikla samheldni (nr. 3), en lakasta sjálfs-
álitið hafa peir sem telja sig búa við sálræna stjórn og litla samheldni (nr. 4). Við athugun á
forspá uppeldishátta foreldra við 14 ára aldur unglinganna um sjálfsálit peirra við 21 árs
aldur kom í Ijós að peir unglingar sem töldu sig búa við viðurkenningu við 14 ára aldur
höfðu besta sjálfsálitið 21 árs gamlir, hvort sem viðurkenningunni fylgdi mikil eða lítil sam-
heldni. Þá reyndust peir unglingar sem töldu sig búa við sálræna stjórn við 14 ára aldur hafa
lakasta sjálfsálitið við 21 árs aldur, hvort sem sálrænu stjórninnifylgdi mikil eða lítil sam-
heldni. Stúlkur höfðu við 14 ára aldur lakara sjálfsálit en piltar, en kynjamunur á sjálfsáliti
kom ekki fram við 21 árs aldur. Þá reyndist sjálfsálit stúlkna eflastfrá 14 til 21 árs aldurs, en
litlar breytingar urðu á sjálfsáliti pilta á sama tíma.
INNGANGUR
Ymsar leiðir hafa verið farnar við að skoða sjálfsmynd fólks og er athugun á sjálfsáliti
(self-esteem) ein þeirra leiða. Sjálfsálit er skilgreint sem tilfinningalegt heildarmat ein-
staklinga á sjálfum sér og byggist matið á því hvort þeir séu ánægðir með sjálfa sig
eða ekki (Coopersmith, 1967). Sá einstaklingur sem er sannfærður um eigin verðleika
og er yfirhöfuð sáttur við sjálfan sig býr yfir góðu sjálfsáliti. Hann ber hæfilega
virðingu fyrir sjálfum sér og verðleikum sínum og lítur svo á að hann eigi rétt á að
njóta virðingar annarra. Þá gerir hann sér grein fyrir að hann er mannlegur og getur
gert mistök og er að því leyti umburðarlyndur gagnvart sjálfum sér. Einstakling sem
9