Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Qupperneq 18
UPPELDISHÆTTIR FORELDRA OG SJÁLFSÁLIT
Til að skera nánar úr um hvort hegðunarstjórn tengist sjálfsáliti var notuð fjöl-
breytuaðhvarfsgreining (multiple regression analysis) þar sem athuguð voru tengsl
milli hverrar uppeldisaðferðar - viðurkenningar, samheldni og hegðunarstjórnar
(áður en aðferðirnar voru flokkaðar í uppeldishætti) - og sjálfsálits þátttakenda við
14 og 21 árs aldur. Tekið var tillit til áhrifa stéttar, kynferðis og lundernis. Allar breyt-
urnar voru settar inn samtímis. Niðurstöður fjölbreytuaðhvarfsgreiningar leiddu í
ljós að hegðunarstjórn hafði hvorki tengsi við sjálfsálit við 14 ára aldur (f = 1,92,
p>0,05) né 21 árs aldur (f = -0,17, p>0,05). Af þeim sökum var ákveðið að sleppa henni
í nánari greiningu. Aftur á móti tengdust samheldni og viðurkenning sjálfsáliti bæði
við 14 ára aldur (samheldni: f = 2,56, p<0,01; viðurkenning: f = 13,50, p<0,0001) og 21
árs aldur (samheldni: f = 2,85, p<0,005; viðurkenning: f = 12,41, p<0,0001).
Stéttarstaða reyndist hvorki tengjast sjálfsáliti við 14 ára aldur (f = 1,94, p>0,05) né
við 21 árs aldur (f = -0,28, p>0,05) að teknu tillliti til uppeldisaðferðanna þriggja, kyn-
ferðis og lundernis. Þeirri breytu var því einnig sleppt í lokalíkaninu.
NIÐURSTÖÐUR
Breytingar á sjálfsáliti ungmennanna eftir kynferði
Marktækur munur kom fram á sjálfsáliti stúlkna og pilta við 14 ára aldur, að teknu
tilliti til uppeldishátta og lundernis, F(l,469) = 74,72, p<0,0001 (sjá töflur 1 og 2).
Stúlkur reyndust að meðaltali hafa lakara sjálfsálit (M=2,94) en piltar (M=3,37) á
sama aldri. A hinn bóginn kom ekki fram marktækur munur á sjálfsáliti stúlkna og
pilta við 21 árs aldur.
Fram komu samvirkniáhrif á milli tíma (14 ára, 21 árs) og kynferðis á sjálfsálit (sjá
töflur 1 og 2). Sjálfsálit stúlkna mældist betra við 21 árs aldur en við 14 ára aldur, en
sjálfsálit pilta breyttist ekki, F(l,469) = 27,13, p<0,0001.
Tafla 1
Meðaltöl (M) og staðalfrávik (SF) fyrir sjálfsálit þátttakenda við 14 ára og 21 árs
aldur eftir uppeldisháttum og kynferði
Viðurk. og Viðurk. og Sálr. stj. og Sálr. stj. og
mikil samh. lítil samh. mikil samh. lítil samh. Alls
M SF N M SF N M SF N M SF N M SF
Sjálfsálit 14 ára 3,45 0,39 193 3,22 0,46 77 3,01 0,50 64 2,76 0,57 151 3,11 0,48
Stúlkur 3,29 0,05 110 3,08 0,07 47 2,82 0,07 41 2,56 0,05 94 2,94 0,06
Piltar 3,61 0,06 83 3,48 0,09 30 3,34 0,10 23 3,05 0,06 57 3,37 0,08
Sjálfsálit 21 árs 3,64 0,32 193 3,54 0,44 77 3,22 0,52 64 3,07 0,54 151 3,37 0,46
Stúlkur 3,56 0,05 110 3,48 0,07 47 3,20 0,08 41 3,00 0,05 94 3,31 0,06
Piltar 3,68 0,06 83 3,58 0,09 30 3,21 0,11 23 3,16 0,06 57 3,41 0,08
Ath. Viðurk. og mikil samh. = Viðurkenning og mikil samheldni; Viðurk. og lítil samh. =
Viðurkenning og lítil samheldni; Sálr. stj. og mikil samh. = Sálræn stjórn og mikil samheldni; Sálr. stj.
og lítil samh. = Sálræn stjórn og lítil samheldni.
1
16