Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Page 44
A Ð VERA KENNARI
Starfshæfni þátttakenda í þessari rannsókn felst í meiru en að kunna til verka og
hún virðist vera hluti af stærri heild. Þá er vísað til dæma sem virðast vera nátengd
persónulegri og faglegri sannfæringu þeirra. Viðhorf viðmælenda í viðtölunum til
barna og til kennarastarfsins eru afar sýnileg. Miklu skiptir að „börnunum líði vel",
að „vera vandvirkur í kennslunni" og að leiða börnin áfram í náminu. Kannski má
líkja starfshæfni nemanna við topp á ísjaka sem hugmyndafræðilegir straumar leika
um. Þá má nota hugtök eins og fagvitund, starfskenningu og uppeldissýn til að lýsa
hugsunum og viðhorfum sem liggja undir yfirborðinu.
Niðurstöður rannsóknarinnar styðja mikilvægi þess að við skipulag á kennara-
menntun sé tekið mið af heildstæðu sjónarhorni og leitast við að efla faglegan og
persónulegan styrk kennaranema. Erfitt er að svara spurningunni um það hvernig
góður kennari á að vera í íslensku nútímasamfélagi, enda er það ekki viðfangsefni
þessarar greinar. Vonandi verður greinin samt sem áður kveikja að nýjum hugmynd-
um um það hvernig styðja má kennaranema í viðleitni þeirra sjálfra til að verða góðir
kennarar.
Heimildir
Aðalnámskrá grunnskóla. Lífsleikni (1999). Reykjavík: Menntamálaráðuneytið.
Bandura, A. (1997). Self-Efficacy. The Exercise of Control. New York: W. H. Freeman
Beck, U. (1999). World Risk Society. Cambridge: Polity Press.
Bengtsson, J. (1993). Theory and Practice: Two Fundamental Categories in the
Philosophy of Teacher Education. Educational Review, 45(3), 205-212.
Bruner, J. (1983). Cliild's talk: Learning to use language. New York: Norton.
Csikzentmihalyi, M. (1990). Flow. Tlw Psychology of Optimal Experience. New York:
Harper Perennial.
European Commission (1996). Teaching and learning - towards tlie learning society.
Luxembourg: White Paper.
Hafdís Ingvarsdóttir (2001). Understanding teachers - implications for teacher
education. Fylgirit Málfríðar, tímarits tungumálakennara, 18(2), 3-7.
Hafdís Ingvarsdóttir (1997). Skapar æfingin meistarann? Um þátt æfingakennslu í
kennaranámi. Uppeldi og menntun. Tímarit Kennaraháskóla Islands, 6, 79-96.
Hansson, T. (2001). Lararutbildning som nationellt uppdrag, men med vilket syfte?
Norsk pedagogisk tidskrift, 85(6), 601-616.
Hargreaves, A. (1998). The emotional practice of teaching. Teaching and Teacher
Education, 14(8), 835-854.
Jensen, B. (2000). Kropslige kompetenser. Uddannelse, 33(6), 3-11.
Jensen, B. (2001). Kompetencebegrebet og pædagogisk design - skitse til en model. í
L. Dirckinck-Holmfeld, S. Ehlers, M. Hermansen og S. Knudsen (ritstjórar),
Voksenuddannelse - som brobygger. Kaupmannahöfn: Danmarks Pædagogiske
Universitet.
Jordell, K. Ö. (2003). Allmennlærerutdanning i trauste tall mot tabloit bakgrunn. í G.
E. Karsson og I. A. Kvalbein (ritstjórar), Norsk lærerutdanning. Oslo: Universitets-
forlaget.
42
I