Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Page 60
„Á É G AÐ VERA MEÐ ÞVÍLÍKUM KERLINGUM í BEKK?"
Það sem eldri konurnar töldu hafa gagnast sér allra best var stuðningurinn sem
þær veittu hver annarri. Þær ræddu mikið um hvað það hefði skipt þær miklu máli
að halda svona vel saman og finna hvatningu og stuðning í jafningjahópnum. Ein
þeirra sagði um þetta:
Auðvitað hefur fjölskyldan styrkt mig, en af því að við erum alveg í sama
farinu í náminu og vitum alveg hvað við eigum að gera og hvað við þurf-
um að gera [þá er stuðningur samnemendanna svo mikilvægur]. Og
svona smátt og smátt vissum við líka hvar við vorum veikar ... Þegar
maður sagði: Mér líður illa eða eitthvað, þá einhvern veginn upplifði ég
eins og að hópurinn skildi mig raunverulega.
Önnur ræddi um hvernig þær hefðu hjálpast að og hvatt hver aðra.
Ég man alveg eftir símtölum ... Ein hringdi bara á fyrstu önn og sagði: „Ég
er hætt, þetta gengur ekki hjá mér. Ég get þetta ekki". Og bara fór að gráta
í símann. Þá sagði ég: „Jæja ef þú hættir þá hætti ég ..." Það var engin
kannski merking hjá mér að segja það, en við vorum svolítið mikið svona.
Þetta varð svona kappsmál að við héldum hver annarri á floti.
Þær lærðu saman og hvöttu hver aðra og mynduðu stuðningshópa með aðstoð náms-
ráðgjafa. í hópi eldri fjarnema ræddu þær hvernig þær höfðu hist úti á landi á hverju
misseri og að sá stuðningur sem þær fengu hver af annarri hefði skipt sköpum.
Annars hefðu þær gefist upp. Hér er dæmi úr umræðunni í þeim hópi:
B: Það hringir einhver samnemandi í mig í október og segir: „Við ætlum
að hittast þrjár á Akureyri, viltu vera með?" Og þá var ég alveg að því
komin að gefast upp, en ég var alltaf ákveðin í að ég myndi þrauka til
áramóta og sjá hvernig þessi próf færu.
A: Við ætluðum að hittast fimm og komum fjórar ...
B: En við töluðum ekki um það á Akureyri hvað við vorum tæpar allar.
A: Nei það var engin sem viðurkenndi það en við vorum allar á þessum
[tíma] punkti ákveðnar að hætta.
B: En engin af okkur talaði um það.
A: Akváðum svo að gefa þessari helgi sjens. Og bara það að hittast það
peppaði okkur svona rosalega upp ... Jú hún kunni þetta og ég kunni
hitt og við gætum lagt það svona í púkk.
B: Og ég kunni ekki neitt og gat fengið aðstoð.
A: Manni leið þannig kannski hverri fyrir sig.
B: Og það sýndi sig að út úr þessum fjórum myndaðist þessi hópur þarna
á landsbyggðinni og það varð til þess að ég gafst ekki upp. Þessi eina
sem ekki mætti, hún hætti um jólin.
A: Við höfum hist á Akureyri á hverri einustu önn.
B: Og í Stykkishólmi, og í Húnavatnssýslunni og á Kópaskeri. Við höfum
hist heirna hjá okkur öllum.
58