Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Síða 72

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Síða 72
FORSPÁRGILDI MÁLÞROSKAMÆLINGA spurt var um í spurningalista sem foreldrar svöruðu (Amalía Björnsdóttir o.fl., 2003). HLJÓM-2 hefur verið gefið út ásamt handbók þar sem greint er frá helstu niðurstöð- um á sambandi HLJÓM-2 við lestrarnám, áreiðanleika prófunar og vinnu við stöðlun HLJÓM-2 (Ingibjörg Símonardóttir o.f]., 2002). í þessari grein verða skoðaðir eftirfarandi þættir: 1. Sambandið milli málþroska og hljóðkerfisvitundar. í því skyni verða bornar saman niðurstöður á árangri á TOLD-2P við árangur á HLJÓM-2 við fimm ára aldur. 2. Breytingar á málþroska einstakra barna. Bornar verða saman niðurstöður á árangri barnanna á málþroskaprófinu TOLD-2P við fimm ára aldur við árangur þessara sömu barna á TOLD-2P við sjö ára aldur. 3. Tengsl málþroskamælinga við námsárangur. Niðurstöður á málþroskamæling- um við fimm og sjö ára aldur voru bornar saman við niðurstöður á samræmdu prófi í íslensku í 4. bekk. AÐFERÐIR Þátttakendur Tveir hópar barna voru valdir til að taka þátt í rannsókninni á árunum 1997 og 1998. Börnin voru öll í leikskólum í Reykjavík, fædd árin 1991 og 1992 og voru á aldrinum fimm ára og fjögurra mánaða til fimm ára og 10 mánaða þegar þau voru fyrst próf- uð. í fyrri hópnum voru valdir átta leikskólar en í seinni hópnum voru 12 leikskólar, átta þeir sömu og árinu áður en auk þess var bætt við fjórum nýjum leikskólum. Alls voru 112 börn í fyrri hópnum og náðist í 103 þeirra eða 92%. Seinni hópurinn var stærri eða 176 börn og náðist í 165 þeirra eða 94%. Samtals voru því valin 288 börn og af þeim náðist í og fengust leyfi fyrir þátttöku 2671 barna eða 93%. Hlutfall úrtaks af þýði var hátt en þýðið voru börn á aldrinum fimm ára og fjögurra mánaða til fimm ára og 10 mánaða sem voru í leikskólum Reykjavíkurborgar á þessum tíma. Athuguð voru tæp 10% af börnum fæddum 1991 og rúmlega 20 % af börnum fæddum 1992. Úrtakið var hentugleikaúrtak en valdir voru að minnsta kosti tveir leikskólar úr hverju hverfi borgarinnar. Öll börn sem voru á réttum aldri í leikskólunum voru próf- uð nema þau sem voru undanþegin þátttöku en það voru börn með annað móður- mál en íslensku eða með greind þroskafrávik við upphaf rannsóknarinnar. Við prófun kom í ljós að sex börn úr úrtakshópnum voru með mælitölur málþroska á TOLP-2P milli 60 og 70 sem þýðir að þau voru með mjög slakan málþroska eða rúmum tveimur staðalfrávikum frá meðalfærni jafnaldra. Yfirleitt er búið að greina þroskafrávik hjá börnum á þessum aldri sem eru með svo slakan málþroska en svo 1 Reyndar fengust leyfi fyrir 268 börnum. Einu barni er sleppt í þessari umfjöllun þar sem ekki tókst að ljúka öllum prófunum við fimm ára aldur. 70
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.