Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Page 73
JÓHANNA EINARSDÓTTIR, AMALÍA BJÖRNSDÓTTIR OG INGIBJÖRG SÍMONARDÓTTIR
var ekki með þessi börn. Ákveðið var að halda þeim inni í rannsóknarhópnum og
skoða þau sérstaklega síðar.
Mælitæki
TOLD-2P
Málþroski barnanna var metinn með málþroskaprófinu TOLD-2P. TOLD-2P:Test of
Language Development er bandarískt próf (Newcomer og Hammill, 1988) og er
byggt á málþroskarannsóknum á enskumælandi börnum. Prófið var þýtt og staðfært
fyrir íslensk börn á árunum 1988-1995. Prófið er ætlað börnum á aldrinum fjögurra
til níu ára. Það inniheldur 7 undirpróf sem eru: Myndir-orðþekking (35 atriði), orð-
skilningur (30 atriði), túlkun setninga (25 atriði), endurtekning setninga (30 atriði), botnun
setninga (30 atriði), hljóðgreining (20 atriði) og framburður (20 atriði), sjá töflu 1. Hvert
þessara undirprófa mælir ákveðna kunnáttu og þau flokkast undir málkerfi (hlustun
og tal) og málþætti (merkingarfræði-, setningarfræði- eða hljóðkerfisfræðiþátt). Undir-
prófin sjö mynda eina málþroskatölu en hægt er að reikna mælitölu málþroska fyrir
stytta útgáfu prófsins. Við staðfærslu var áreiðanleiki prófsins athugaður og reyndist
hann góður eða alfa = 0,84 til 0,91 fyrir einstaka þætti prófsins en alfa = 0,94 fyrir mál-
þroskaprófið í heild (Ingibjörg Símonardóttir, Einar Guðmundsson, Sigurgrímur
Skúlason og Sigríður Pétursdóttir, 1995).
HUÓM og HUÓM-2
Til að athuga hljóðkerfis- og málvitund barnanna var lagt fyrir þau sérhannað próf,
HLJÓM. HLJÓM innihéit 10 undirþætti en var síðar stytt þannig að það hentaði betur
til notkunar í leikskólum. Voru þá felldir burt þrír þættir sem kom í ljós að höfðu
minnsta fylgni við lestrarfærni í grunnskóla. Hið nýja tæki fékk nafnið HLJÓM-2.
HLJÓM-2 var síðar staðlað og fengnar viðmiðunartölur frá 1540 börnum. í þessari
grein er einungis miðað við þá þætti sem eru í HLJÓM-2. Verkefnin í HLJÓM-2 eru:
Rím (12 atriði), samstöfur (8 atriði), samsett orð (10 atriði), hljóðgreining (15 atriði),
margræð orð (8 atriði), orðhlutaeyðing (10 atriði) og hljóðtenging (8 atriði), sjá töflu 1. Á-
reiðanleiki HLJÓM-2 var kannaður og reyndist góður eða alfa = 0,91 fyrir prófið í
heild og á bilinu 0,58 til 0,86 fyrir einstaka þætti (Ingibjörg Símonardóttir o.fl., 2002).
Samræmd próf í íslensku
1 4. bekk grunnskóla þreyta öll börn samræmt próf í íslensku. Samræmdu prófi í
íslensku í 4. bekk grunnskóla er skipt í námsþætti sem hafa þeir mismikið vægi en
þeir eru: Stafsetning, lesskilningur/hlustun, málfræði/málnotkun og ritun. Ekki
hefur verið gefin út heimild þar sem greint er frá réttmæti hvers námsþáttar eða
áreiðanleika samræmds prófs á sambærilegan hátt og gert hefur verið fyrir stöðluðu
prófin sem getið var á undan.
71