Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Page 74
FORSPARGILDI MALÞROSKAMÆLINGA
Framkvæmd
Tafla 1
Próf lögð fyrir börnin í leikskóla, 2. bekk og 4. bekk
Leikskóli 2. bekkur 4. bekkur
TOLD-2P Málþroskapróf Myndir-orðþekking Túlkun setninga Botnun setninga Hljóðgreining Myndir-orðþekking Orðskilningur Túlkun setninga Endurtekning setninga Botnun setninga Hljóðgreining Framburður
HLJÓM-2 Athugun á hljóð- og málvitund leikskólabarna Rím Samstöfur Samsett orð Hljóðgreining Margræð orð Orðhlutaeyðing Hljóðtenging
Samræmt próf í íslensku Stafsetning Lesskilningur/hlustun Málfræði/málnotkun Ritun
Safnað var upplýsingum um börnin við fimm og sjö2 ára aldur og auk þess fékkst
leyfi til að bera gögnin saman við niðurstöður barnanna í samræmdu prófi í íslensku
í 4. bekk. Yfirlit yfir þau próf sem lögð voru fyrir börnin má sjá í töflu 1. Börnin voru
prófuð við upphaf rannsóknarinnar bæði með TOLD-2P og HLJÓM-2. Þetta var gert
til að fá góða mynd af málþroska þeirra. TOLD-2P prófið var valið af því að það er
staðfært fyrir íslenskar aðstæður og hægt er að endurtaka það við sjö ára aldur. Safn-
að var upplýsingum frá foreldrum og hefur þeim niðurstöðum þegar verið lýst
(Amalía Björnsdóttir o.fl., 2003). Auk þess voru lögð fyrir börnin lestrarpróf í lok 1.
og 2. bekkjar en ekki verður fjallað um þær niðurstöður í þessari grein.
Fjögur undirpróf TOLD-2P voru lögð fyrir við fimm ára aldur: myndir-orðþekking,
botnun setninga, túlkun setninga og hljóðgréining. Undirprófin myndir-orðþekking og
botnun setninga voru valin til að hægt væri að reikna mælitölu fyrir stytta útgáfu af
TOLD-2P en þessi undirpróf hafa góða fylgni við heildarmálþroskatölu (r = 0,73
botnun setninga og r = 0,64 myndir-orðþekking). Undirprófin myndir-orðþekking,
túlkun setninga og hljóðgreining voru valin því að þau sýna mælitölu fyrir próflilutann
Hlustun en hann er mælikvarði á málskilning barnanna. Við sjö ára aldur var prófið
lagt fyrir í heild sinni fyrir 251 barn og bættust þá við undirprófin orðskilningur,
2 Börnin voru prófuð við lok annars bekkjar. Elstu börnin sem voru fimm ára og 10 mánaða við
fyrstu prófun voru þá nýorðin átta ára. En langflest börnin voru sjö ára.
72