Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Page 76
FORSPARGILDI MALÞROSKAMÆLINGA
NIÐURSTÖÐUR
Eins og við var að búast var árangur barnanna á málþroskaprófunum misgóður.
Meðaltal mælitölu málþroska var svipað og gefið var upp í handbók fyrir TOLD-2P
eða í kringum 100. Við fimm ára aldur var meðaltal mælitölu styttrar útgáfu TOLD-
2P 97,6 en við sjö ára aldur var það heldur hærra eða 104,1 en meðaltal málþroska-
tölu 103,6.
Mynd 1
Arangur fimm ára barna á TOLD-2P (mælitala styttrar útgáfu)
Á mynd 1 sést hvernig niðurstöður á TOLD-2P mælitölu styttri málþroskatölu
dreifast. Hóparnir eru hafðir í mismunandi lit. Slök færni er sýnd lengst til vinstri í
ljósum lit, í miðju er hópurinn með meðalfærni í dökkum lit en góð færni lengst til
hægri með ljósum lit. Með slaka færni voru 60 börn (22,5%), með meðalfærni voru
160 börn (60%) og með góða færni voru 47 börn (17,6%).
Meðalgeta barna með slaka færni er um 50 stigum lægri en þeirra sem eru með
góða færni þannig að mikill munur er á málþroska barnanna við upphaf skólagöngu.
Mynd 2
Arangur fimm ára barna á TOLD-2P (mælitala hlustunar)
Á mynd 2 sést hvernig niðurstöður á TOLD-2P mælitölu hlustunar dreifast. Skipt er
í þrjá hópa eftir getu og þeir hafðir í mismunandi lit eins og gert er á mynd 1. Með
slaka færni voru 79 börn (29,6%), með meðalfærni voru 154 börn (57,7%) og með góða
færni voru 34 börn (12,7%). Nokkuð mörg börn eru með slaka færni eða tæp 30% sem
74