Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Page 78
FORSPÁRGILDI MÁLÞROSKAMÆLINGA
Dreifing á niðurstöðum á HLJÓM-2 hjá börnum í úrtaki sést á mynd 3. Á myndinni
sést að súlan sem táknar árangur barna með 25-29 stig er höfð tvílit en þar eru fjögur
börn sem eru með meðalfærni (29 stig) og 23 börn með slaka færni (25-28 stig). Með
slaka færni voru 47 börn (17,6%), með meðalfærni voru 170 börn (63,7%) og með góða
færni voru 50 börn (18,7%).
í þessum hópi barna virðist því dreifing stiga á HLJÓM-2 vera nær normaldreif-
ingu heldur en dreifingin á TOLD-2P.
Tengsl TOLD-2P og HUÓM-2 hjá fimm ára börnum
Fylgnin á milli prófanna HLJÓM-2 og TOLD-2P styttrar útgáfu við fimm ára aldur
reyndist vera marktæk en nokkuð mishá eftir þáttum. Fylgni HLJÓM-2 við mælitölu
styttrar útgáfu af TOLD-2P er r = 0,49 (p < 0,001) en hún er heldur hærri við mælitölu
hlustunar eða r = 0,58 (p<0,001). í töfiu 2 eru sýnd tengslin á milli þessara prófa og
hversu hátt hlutfall barna fellur í sambærilegan getuhóp á báðum prófunum. Börn-
unum er skipt í þrjá hópa, eins og áður er lýst, eftir niðurstöðum á HLJÓM-2 og
TOLD-2P (mælitala styttrar útgáfu af TOLD-2P).
Tafla 2
Tengsl TOLD-2P5 við fimm ára aldur og HUÓM-2
TOLD-2P
Slök færni Meðalfærni Góð færni
Slök færni 24 23 0
HLJÓM-2 Meðalfærni 35 110 25
Góð færni 1 27 22
Eins og sést í töflu 2 eru greinileg tengsl á milli TOLD-2P (mælitala styttrar útgáfu)
og HLJÓM-2. Þeir sem eru með góða færni á TOLD-2P sýna annað hvort góða eða
meðalfærni á HLJÓM-2. Þeir sem eru með slaka færni á TOLD-2P eru annað hvort
með meðal eða slaka færni á HLJÓM-2. Langflestir sýna hins vegar meðalfærni á
báðum prófunum. Það er athyglisvert að enginn sem er með góðan árangur á TOLD-
2P er með slakan árangur á HLJÓM-2 og bara einn einstaklingur sem er með slakan
árangur á TOLD-2P er með góðan árangur á HLJÓM-2.
Tafla 3
Tengsl TOLD-2P (mælitala hlustunar) við fimm ára aldur og HUÓM-2
TOLD-2P
Slök færni Meðalfærni Góð færni
Slök færni 33 14 0
HLJÓM-2 Meðalfærni 42 110 18
Góð færni 4 30 16
5 Hér er miðað við mælitölu styttrar útgáfu af TOLD-2P.
76