Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Page 82
FORSPÁRGILDI MÁLÞROSKAMÆLINGA
Tafla 6
Tengsl einkunna ó samræmdu prófi í 4. bekk við styttri útgófu af TOLD-2P
íslenska, samræmt próf 4. bekk
Slök fæmi Meðalfærni Góð færni
Slök færni 20 30 1
TOLD-2P Meðalfærni 25 96 26
við fimm ára
Góð færni 0 20 25
Eins og sést í töflu 6 eru sterk tengsl milli einkunna á samræmdum prófum i 4. bekk
og málþroskamælinga við fimm og sjö ára aldur. I ljós kom að 58% barnanna eru í
sama getuflokki í grunnskóla og þegar málþroski þeirra var prófaður við fimm ára
aldur. Ekkert barn sem er með slaka færni á samræmdu prófi í íslensku í 4. bekk var
með góða færni á styttri útgáfu af TOLD-2P við fimm ára aldur. Einungis eitt barn
sem var með slaka færni á styttri útgáfu á TOLD-2P sýndi góða færni á samræmdu
prófi í íslensku. Það barn var reyndar með mjög lága málþroskatölu við fimm ára ald-
ur, eða 63, en eðlilega hljóðkerfisvitund. Við málþroskaprófun við sjö ára aldur hafði
það náð eðlilegum málþroska en var með slakan framburð. Fylgni mælitölu styttrar
útgáfu af TOLD-2P við fimm ára aldur og einkunna á samræmdu prófi í íslensku í 4.
bekk er marktæk eða r = 0,54 (p < 0,001).
Tafla 7
Tengsl einkunna ó samræmdu prófi í íslensku í 4. bekk við HUOM-2 fimm óra
íslenska, samræmt próf 4. bekk
Slök fæmi Meðalfærni Góð fæmi
Slök færni 18 21 0
HLJÓM-2 Meðalfærni 26 105 26
Góð færni 1 20 26
Eins og sést í töflu 7 eru tengsl á milli einkunna í samræmdu prófi í íslensku og
HLJÓM-2 og eru 61% í sama getuflokki í grunnskóla og þegar lagt var fyrir þau
HLJÓM-2 í leikskóla. Ekkertbarn sem fær góða einkunn á samræmdu prófi í íslensku
var með slaka færni í leikskóla. Einungis eitt barn var með góða færni á HLJÓM-2 í
leikskóla en slaka einkunn á samræmdu prófi í íslensku. Það barn var með slaka
mælitölu hlustunar við fimm ára aldur (mælitala 75) en aðrar mælingar á málþroska
sýndu meðalfærni. Fylgni HLJÓM-2 og einkunna á samræmdu prófi í íslensku í 4.
bekk er marktæk eða r = 0,60 (p < 0,001).
80