Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Page 84
FORSPÁRGILDI MÁLÞROSKAMÆLINGA
Tafla 10 Meðaleinkunn á samræmdu prófi í 4. bekk eftir niðurstöðu á TOLD-2P og HLJÓM-2 við fimm ára aldur
TOLD-2P Styttri útgáfa fimm ára.
Slök færni Meðalfærni Góð færni
Slök færni HLJÓM-2 Meðalfærni Góð færni Meðaleink -0,98 Meðaleink. -0,39 Meðaleink -0,89 Meðaleink -0,14 Meðaleink. 0,68 Meðaleink 0,92 Meðaleink 1,31
Eins og sést í töflu 10 þá eru það börnin sem sýna slakan árangur bæði á TOLD-2P og
á HLJÓM-2 sem eru að meðaltali með lægstu einkunnir á samræmdu prófi í íslensku
í 4. bekk. Þau sem ná góðum árangri bæði á HLJÓM-2 og TOLD-2P fá hæstu meðal-
einkunn á samræmda prófinu í íslensku í 4. bekk. Ekkert barn tók samræmt próf sem
var með góða færni á HLJÓM-2 en slaka á TOLD-2P eða slaka færni á HLJÓM-2 en
góða færni á TOLD-2P.
Tafla 11
Meðaleinkunn barna á samræmdu prófi í íslensku í samanburði við niðurstöður á
TOLD-2P fimm ára og TOLD-2P sjö ára
TOLD-2P Styttri útgáfa fimm ára.
Slök færni Meðalfærni Góð færni
Slök færni Meðaleink. Meðaleink.
-1,10 -1,87
TOLD-2P Meðalfærni Meðaleink. Meðaleink. Meðaleink.
sjö ára -0,41 -0,05 0,82
Góð færni Meðaleink. Meðaleink. Meðaleink.
0,78 0,53 1,3
Eins og sést í töflu 11 þá er mikill munur á einkunnum á samræmdu prófi í íslensku
eftir því í hvaða getuflokki barnið var á málþroskaprófum við fimm og sjö ára aldur.
Greinilega hafa framfarir í málþroska mikið að segja. Þannig fá þau börn sem eru með
slaka færni bæði við fimm ára og sjö ára aldur mun slakari einkunnir en hin sem voru
með slaka færni við fimm ára aldur en náðu meðalfærni við sjö ára aldur. Börnin sem
voru með meðalfærni við fimm ára aldur en sýndu slaka færni við sjö ára aldur fá
lægstu meðaleinkunnina. Þetta voru níu börn. Einungis eitt barn var með slaka færni
við fimm ára en góða færni við sjö ára og fær það einkunn sem er yfir meðallagi.
82