Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Síða 98
VILJI O G VÆNTINGAR
Foreldrar Yusufs eru múslimar. Irena segist hafa verið kaþólsk en hafi ákveðið að
gerast múslimi, þar sem henni finnist islam falleg trúarbrögð. Hún segir þau iðka
trúna á heimilinu og í moskunni, gjarnan í samfélagi við aðra múslima. Irena segir að
Yusuf sé enn það ungur að hann sé ekki farinn að taka þátt í iðkun trúarinnar. Hún
tekur fram að Yusuf sé frjálst að taka þátt í öllu leikskólastarfinu og telur að hann sé
enn það lítill að það sé í lagi að hann fari í kirkju, en segist ekki kæra sig um að fara
með honum. Irena segir að ef hún sé með efasemdir um eitthvað í skólastarfinu er
snertir trúarbrögð, sendi hún drenginn einfaldlega ekki í skólann. Aðspurð um hvort
hún telji eitthvað í leikskólastarfinu stangast á við grundvallarhugmyndir í islam,
telur hún svo ekki vera (Viðmælandi: Irena).
Að sögn leikskólastjórans í leikskóla A, sem hér verður nefnd Erla, hefur Yusuf tekið
töluverðum framförum frá því hann byrjaði í leikskólanum. Hún segir að í upphafi
hafi hann ekki „kunnað nein samskipti" og þær, þ.e. starfsfólk leikskólans, hafi bara
„leyft honum að vera". Hegðun hans sé þó betri núna. Erla telur að erfiðleikar Yusufs
hafi m.a. stafað af erfiðum aðstæðum heima fyrir og hann hafi verið árásargjarn í
byrjun. Hann sé einangraður utan skóla; umgangist krakka lítið. Einnig hefur hún
áhyggjur af því að hann sé beittur of ströngum aga heima. Yusuf fæddist á Islandi og
segir Erla að hann hefði í raun og veru getað byrjað mun fyrr í leikskólanum, en hann
var kominn nokkuð á þriðja ár þegar hann byrjaði (Viðmælandi: Erla).
Yusuf hefur verið hjá sérkennara seinna árið sitt í leikskólanum. Eftir að Yusuf fór
að vera í leikskólanum fyrir hádegi hefur hann tekið þátt í hópastarfi og tengst börn-
unum betur en áður, að sögn sérkennara og leikskólastjóra. Erlu finnst nauðsynlegt
að nota túlk í viðræðum við foreldrana, en segir að þau hafi helst ekki viljað það. Hún
óttast misskilning ef samtölin fari fram á ensku. Hún segir þetta vera svo ólíka menn-
ingu; foreldrarnir hafi t.d. ekki viljað að Yusuf borðaði í leikskólanum af trúarlegum
ástæðum, en þar með hafi Yusuf farið á mis við mikilvæg samskipti við hin börnin og
starfsfólkið. Þessi afstaða foreldra hafi þó breyst eftir að þau sáu matseðilinn. Erla og
Sigga sérkennari segja að annað ár Yusufs í leikskólanum hafi gengið mun betur. Það
sé alveg nýtt fyrir leikskólann að taka við börnum af erlendum uppruna, en þar hafi
reyndar verið tvítyngd börn sem eigi annað foreldri íslenskt. Þau börn séu „alveg
íslensk" og foreldrarnir leggi ekki mikla áherslu á menningu og tungumál þess for-
eldris sem ekki er íslenskt. Starfsfólk hafi þó sótt námskeið um tvítyngd börn og sé
að móta starfið. Erla og Sigga tala um að samskipti við foreldrana hafi batnað undan-
farið, t.d. hafi móðirin boðið börnunum í leikskólanum upp á rétt sem hún útbjó í til-
efni af hátíð múslima og það hafi vakið ánægju í leikskólanum (Viðmælendur: Erla
og Sigga).
Lera er nýlega orðin sex ára þegar þessi grein er skrifuð. Hún byrjaði í leikskóla í
september 2002. Móðir Leru, Natasha, er einstæð og flutti til íslands tveim árum áður
en hún fékk Leru til sín. Þær koma frá Eystrasaltslandi og móðir Leru hefur verið tví-
tyngd frá unga aldri, lært bæði ríkismálið og móðurmál sitt. Amma Leru annaðist
hana í upprunalandinu á meðan móðirin kom sér fyrir á lslandi. Lera kom til móður
sinnar árið áður í nokkra mánuði, en þá taldi móðirin heimilisaðstæður sínar ófull-
nægjandi fyrir barnið og sendi hana aftur til ömmu sinnar.
Natasha, móðir Leru, segist hafa orðið fyrir mikilli mismunun í upprunalandi
96