Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 126
NÁMSSTÍLL NOKKURRA FJARNEMENDA
hægt að minnka stuðninginn smám saman og ýta undir sjálfstæða þekkingarleit
þeirra. Ef við skoðum hvað fræðin segja um stuðning má vísa í hugtak Lev Vygotskys
sem nefnt hefur verið þroskasvæði (sjá bls. 115) (Shaffer, 2002).
Samskipti kennara og fjarnemenda eru mikilvæg í fjarnámslotunum. Kennarar eru
misjafnlega virkir í samskiptum við nemendur. Sumir kennarar taka virkan þátt í
umræðum nemenda á netinu sem nemendur kunna vel að meta og virkar hvetjandi
á þá. Sumir kennarar voru fljótir að svara öllum fyrirspurnum frá nemendum og gefa
þeim umsagnir og einkunnir fyrir verkefnavinnu. Aðrir kennarar hefðu þurft að vera
sýnilegri í fjarnámslotunum að mati nemenda.
Fjarnemendur vilja fjölbreytt kennslugögn. Nemendur sögðu að námsefnið væri
fyrst og fremst ritaður texti sem væri mjög einhæft þegar tii lengdar léti. Nokkrir
nemendur nefndu að þeir vildu læra námsefni með því að hlusta á það, t.d. í fyrir-
lestrum, á hljóðglærum eða spólum. Lítið væri um slíkt í fjarnámi. Nemandi, sem
lærði erlent tungumál í fjarnámi, sagði að það hefði verið erfitt að geta hvorki heyrt
né talað tungumálið. Námsumhverfi í anda hugsmíðahyggjunnar þarf að vera fjöl-
breytt, auðugt og hvetjandi. Hlutverk kennarans er að skapa slíkt námsumhverfi
(Jonassen, 1997).
Þjónusta KHI við fjarnemendur er góð. Nemendur vísa í þessu sambandi til
þeirrar þjónustu sem Menntasmiðja KHI veitir fjarnemendum. Innan Menntasmiðj-
unnar eru kennslugagnasafn, sérfræðibókasafn og gagnasmiðja. Bókasafnið stendur
fyrir námskeiðum, t.d. í notkun Gegnis og Greinis og ýmiss konar gagnagrunna á
netinu. Það heldur úti öflugri heimasíðu þar sem er greiður aðgangur að fjölmörgum
innlendum og erlendum gagnasöfnum og þúsundum rafrænna tímarita (Auður
Kristinsdóttir o.fl., 2001). Bókasafnið býður einnig upp á margvíslega þjónustu við
fjarnemendur, svo sem bóka- og tímaritaútlán og að Ijósrita tilteknar greinar og senda
nemendum í pósti. Gagnasmiðjan heldur námskeið og sinnir tækniþjónustu og ráð-
gjöf. Önnur þjónusta á vegum skólans er aðgengileg nemendum.
Upplýsinga- og samskiptatækni i námi og kennslu við KHI
Tölva og netið voru notuð til samskipta, í umræðum og tii að leita upplýsinga. Fjar-
nemendur notuðu tölvu og netið daglega tii samskipta, auk þess sem þeir notuðu
almennan notendahugbúnað eins og ritvinnslu reglulega. Nemendur voru lítið að
vafra um netið sér til dægrastyttingar og höfðu lítinn áhuga á að „fikta" í forritum sér
til fróðleiks og ánægju. Nokkrir nemendur höfðu tekið kjarnanámskeið í upplýsinga-
tækni sem hefur verið skyldunámskeið í grunnskólakennaranámi frá árinu 2002 og
telja að það hafi komið sér afar vel í fjarnáminu. Þeir nefndu einnig að þeir hafi lært
mjög mikið í tölvunotkun eftir að þeir hófu fjarnám. Af nauðsyn urðu þeir að læra að
nota tölvupóst og vefráðstefnur og leita upplýsinga á netinu í tengslum við nám sitt.
Tölvan og netið voru fyrst og fremst notuð sem námstæki í fjarnáminu við KHÍ.
Þegar rætt er um tölvu sem námstæki er vísað til rammans Computer Practice
Frameivork (CPF) (Twining, 2002), en þar er hugtakið námstæki greint í þrjá flokka út
frá því hvernig tölvan er notuð (sjá bls. 116).
124