Ægir - 01.02.1945, Page 16
38
Æ G I R
Tafla IX. Tala íiskiskipa ofí fiskiinanna í Norðlendingafjórðungi
í hverjum mánuði 1944 og 1943.
Línu- gufuskip Mótorbátar yíir 12 rl. Mótorbátar undir 12 rl. Opnir vélbátar Ára- bátar Samtals 1944 Samtals 1943
Taia skipa JS a Tala skipa Tala skipv. Tala skipa Tala skipv. Tala skipa Tala skipv. Tala skipa Tala skipv. Tala skipa Tala skipv. Tala skipa Tala skipv.
Janúar )) » » » » » » » » » » » » »
Febrúar » » 8 76 » » 10 30 » » 18 106 » »
Marz 1 11 23 207 15 88 57 184 3 8 99 498 95 495
April 2 20 30 260 21 128 105 324 7 14 165 746 82 447
Maí » » 45 364 21 134 120 409 12 25 198 932 181 803
Júní » » 36 283 29 173 79 238 » » 144 694 160 701
Júlí 1 21 50 588 17 94 81 214 1 2 150 919 173 1075
Ágúst 2 39 49 567 20 117 80 207 1 2 152 932 183 1105
September 2 39 47 554 14 87 68 184 1 2 132 866 157 1023
Október » » 9 66 2 14 59 167 4 9 74 256 109 435
Nóvember » » 4 30 7 37 55 160 13 30 79 257 109 419
Desember » » » » » » » » » » » » » »
en almenn varð þátttakan ekki fyrr en
kom fram undir vorið (sbr. töflu IX).
Botnvörpungar voru engir gerðir út i
fjórðungnum á árinu og línugufuskip að-
eins tvö og aðeins stuttan tíma.
Þiljuðu bátarnir eru flestir yfir 12 rúml.,
og voru þeir flestir gerðir út um vorið og
sumarið og var þátttaka þeirra svipuð og
árið áður. Sama er að segja um þiljubát-
ana undir 12 rúml., að þeirra útgerðartimi
var aðallega vorið og sumarið. ■
Tala opnu vélbátanna var svipuð og ái’-
ið áður og voru flestir þeirra gerðir út um
vorið og fækkaði nokkuð, er sildveiðar
hófust um sumai’ið.
Árabátar voru ekki gerðir út að neinu
ráði í fjórðungnum á árinu. í desember
var ekki uin neina útgerð að ræða.
Heildarþátttaka var nolckru meiri fram-
an af árinu en á fyrra ári, en aftur heldur
minni er leið fram á árið. Er þátttaka í út-
gerð í fjórðungnum að jafnaði mest á vor-
in og um síldveiðitímann.
Botnvörpuveiðar voru ineira stundaðar
af skipum í fjórðungnum en nokkru sinni
fyrf. Var þá eingöngu veitt í ís, en saltfisk-
veiðar ekki stundaðar (sbr. töflu X).
Stóðu þær veiðar seinni hluta vetrar og
fram i júní, en í maí stunduðu flest skip,
20 að tölu, þessar veiðar. Voru það ein-
göngu togbátar, með því að botnvörpungar
eru engir í fjórðungnum. Um lielmingur
þessara báta voru aðkomubátar, aðallega
úr Sunnlendingafjórðungi, og flestir úr
Vestmannaeyjum. Árið áður urðu togbát-
arnir flestir 5 um vorið. Mun þar raunar
eingöngu vera átt við heimabáta, en ein-
hverjir aðkomubátar stunduðu þá einnig
þessar veiðar við Norðurland.
Eins og annars staðar voru þorskveiðar
með lóð mest stundaðar af skipum af öll-
um stærðum í fjórðungnum.
Var þátttakan í lóðaveiðunum nokkru
meiri nú en árið áður, framan af árinu, en
heldur minni seinni hluta ársins. Aflaleysi
olli hinni minnkandi útgerð seinni hluta
ársins, einkum hjá hinum smærri bátum.
Dragnótaveiðar hófust ekki fyrr en
landhelgi var opnuð í byrjun júní. Var
tala bátanna, sem þær veiðar stunduðu,
svipuð og árið áður, en úthaldstíminn eitt-
hvað styttri um haustið.
Yfir síldveiðitímann stunduðu flest
hinna stærri skipa veiðar með herpinót, en
reknetjaveiði var ekki teljandi, þar sem
aðeins eitt skip reyndi þær í júní áður en
aðalsildveiðitíminn hófst.
Hin stóru vélskip í fjórðungnum voru i
isfiskflutningum yfir vetrarvertíðina eins
og áður. Að Siglufirði undanteknum hefj-