Ægir - 01.02.1945, Side 22
44
Æ G I R
Taíla XV. Síldarverksmiðjurnar 1944.
1944 1943
Af innl. skipum hl. Af erl. skipum hl. Samtals hi. Samtals hl.
H.f. Ingólfur, Ingólfsfirði Verksmiðian h.f. Djúpavik, Djúpuvik Ríkisverksmiðjan SR 30 SRP, Siglufirði Verksmiðja Siglufjarðarkaupstaðar (Grána), Siglufnði . . Verksmiðja Siglufjarðarkaupstaðar (Rauöka), Sigluíirði . Verksmiðja h.f. Kveldúlfur, Hjalteyri Sildarvcrksmiðjan h.f, Dagverðareyri Sildarverksmiöjan Krossanesi Verksmiðja iikisins SRR, Raufarhöfn Verksmiðja ríkisins, Húsavik Verksmiðja rikisins h.f., SeyðRfirði 140 867 194 315 861 120 » » 415 450 115 671 86 870 414 195 17 205 12 171 7 016 38 411 521 » » » 21 075 » » » 30 320 147 883 232 726 861 641 » » 415 450 136 746 86 870 414 195 17 205 42 491 » 213 028 866 307 16 197 73 180 373 728 140 170 35 680 150 549 26 536 »
Samials hl. 2 257 864 97 343 2 355 207 1 895 395
eru vinnsluafköst hennar talin 2500 mál á
sólarhring. Eru verksmiðjurnar í landinu
þá 18, með samtals 39 700 mála afköstum
á sólarhring (sbr. töflu XIV), með því að
afköst hinna eldri verksmiðja hafa ekki
aukizt neitt teljandi.
Hins vegar er gert ráð fyrir, að áður en
síldarvertíð hefst 1945, verði lokið við að
stækka og endurbæta síldarverksmiðju
Siglufjarðarbæjar, „Rauðku“, svo að af-
köst hennar verði 5000 mál í stað 800 sem
verið hefur. Auk þess er jafnvel búizt við
nokkurri aukningu á vinnsluafköstum
annarra verksmiðja, en allar slikar frarn-
kvæmdir eru mjög miklum erfiðleikum
háðar vegna þess, hve erfitt er að fá nauð-
synlegar vélar og annan útbúnað til slíks.
Fita síldarinnar, sem fór i bræðslu, var
litil framan af sumrinu. Eftir að aðal-
veiðihrotan hófst um miðjan ágústmánuð,
skipti um og var fitan þá meiri en í með-
allagi.
Mun lýsisinagnið hafa verið vel í meðal-
lagi og sama er að segja um mjölmagnið.
Bræðslusíldarafurðirnar námu 35 200
smál. af mjöli og 33 800 smál. af lýsi.
b. Saltsíldin.
Síldarsöltun hefur undanfarin styrj-
aldarár verið mjög lítil, bæði vegna erfið-
leika á útvegun á hentugum tunnum svo
og vegna erfiðleika á að selja síldina. Árið
1944 var hér engin undantekning.
Hófst söltun sildar að þessu sinni 1.
ágúst og var það um svipað leyti og árið
áður. Fyrir þann tíma hafði þó verið salt-
að í nokkur hundruð tn. af flökum. Að
jiessu sinni var síðast söltuð síld á Norður-
landi 10. sept.
Nokkrar birgðir voru til af tunnum í
landinu frá fyrri árum. Á vegum síldar-
útvegsnefndar voru fluttar inn 1000 tn. af
hvoru V2 og Vi tn., og voru það góðar
skozkar tunnur.
Um gæði síldarinnar er það að segja,
að hún var feitari en árið áður og yfirleitt
talin mun betri til söltunar en þá.
Alls voru saltaðar 35 180 tn. af síld yfir
sumarið og haustið, og er það mun minna
en árið áður, sbr. töflu XVI. Af saltsíld-
inni voru 33 366 tn. saltað á Norðurlandi,
en aðeins 1814 tn. við Faxaflóa, og var
það aðeins brot af því, sem þar hefur ver-
ið saltað undanfarin ár.
Mestur hluti saltsíldarinnar var eins og
á fyrra ári hausslcorin (cut-síld) eða um
43% af því, sem saltað var. Aftur var
matjessöltun lítil á móts við það sem áður
hefur verið, og nam aðeins rúmlega fjórða
hluta af söltuninni. Aðrar verkunarað-