Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1945, Page 26

Ægir - 01.02.1945, Page 26
48 Æ G I R Tafla XIX. Yfirlit yfir ísfisksölur togaranna í Englandi 1944 og 1943. Mánuðir Ár Sölu- ferðir Sala i mánuði £ Meðal- sala í ferð £ Ár Sölu- ferðir Sala í mánuði £ Meðal- sala í ferð £ Janúar 1944 18 225 042 12 502 1943 » ' » » Febrúar — 1G 185 035 11 565 — 15 167 902 11 193 Marz — 41 481 747 11 750 — 28 326 922 11 677 Apríl — 36 442 817 12 300 — 38 430 149 11 320 Maí — 47 548 216 11 664 — 41 487 510 11 890 JúnV — 28 286 133 10 219 — 34 388 122 11 338 Júlí ..... — 34 300 433 8 836 — 30 276 731 9 224 Ágúst — 36 324 512 9 014 — 28 267 382 9 549 September 32 301 941 9 436 — 32 307 893 9 622 Október — 32 306 427 9 576 — 29 302 245 10 422 Nóvember — 38 401 913 10 577 — 34 418 528 12 310 Desember —■ 29 329 268 11 354 — 27 330 277 12 232 387 4 133 484 336 3 703 661 sögðu háðir þeim verðtakmörkunum, sem ]iar giltu og síðar verður getið. Nam and,- virði þess fisks, sem þeir seldu £ 4 133 484 eða sem svarar rúmlega 108 millj. kr., og var það um 12 millj. kr. meira en árið áður. Ef tekið er tillit til fjölda ferðanna fékkst þó ekki eins mikið fyrir fiskinn að þessu sinni og árið áður. Voru meðalsölur tógaranna í hverjum mánuði nokkru liærri fram í aprít en þær höfðu verið á sama líma árið áður, en úr því nokkru lægri, það sem eftir var ársins, einkum seinasta ársfjórðunginn. Meðalsalan yfir árið var £ 10 681 á móti £ 11 023 árið áður, en hún liefur atdrei komizt hærra. Hæsta meðalsala í mánuði var í janúar, £ 12 502, og er það hæsta meðaltal, sem verið hefur í nokkrum mánuði frá styrj- aldarbyrjun. Lækkun meðalsalanna um sumarið átti rót sína að rekja til þess, að lágmarks- verðið var þá lægra en um veturinn og haustið, svo og til hins, að aflinn var mjög ufsablandinn seinni hluta ársins, en verð- ið á ufsanum var allmikið lægra en t. d. á þorskinum. Auk togaranna sigldu bæði íslenzk skip og erlend skip í leigu íslendinga, með fisk til Bretlands. Gefur tafla XX yfirlit yfir tölu ferða, sem skip þessi fóru, svo og söluupphæð hvers skips í ferð. Voru þau að þessu sinni meira en helm- ingi fleiri en árið áður, eða 42 á móti 20. Af þeim voru þó 10 erlend leiguskip, enhin islenzk. Á fyrra ári höfðu 19 íslenzk skip verið í þessum flutningum, en aðeins eitt erlent leiguskip. Eins og tafla XX sýnir, fóru þau samtals 190 ferðir en 112 árið áður. Flestar voru ferðirnar farnar fyrri hluta ársins, á tíma- bilinu marz—inaí, á meðan vetrarvertíðin stóð liæst. Um sumarið fóru allmörg hinna islenzku skipa á sildveiðar, en nokkur þeirra héldu þó þessum flutningum áfram sem og nokkur leiguskipanna. Undanfarin ár hefur desember að jafnaði verið „dauð- ur“ mánuður fyrir þessi skip, en að þessu sinni fóru þau 12 söluferðir. Keyptu flest þeirra fisk á ísafirði, en brezka matvæla- ráðuneytið hafði þá engin skip í fiskflutn- ingum, svo að íslenzkum skipuni var frjálst að kaupa fisk alls staðar við landið. Eins og áður var mikill fjöldi færeyskra skipa, annarra en leiguskipa þeirra, sem getið var að frarnan, sem keyptu fisk hér við land. Fóru þessi skip alls um 300 ferðir með fisk frá landinu. Voru lang flestar ferðirnar farnar frá Austfjörðuin, einkum Hornafirði á vetrarvertíðinni.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.